Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1955, Síða 98
96
Þátttakendur á fyrsta fulltrúafundi skógrœktarfélaganna.
Sitjandi, talið frá vinstri: Baldur Þorsteinsson, Olafur Sigurðsson, Jón J.
Jóhannesson, Hákon Bjarnason, Valtýr Stefánsson, H. J. Hólmjárn
og Guttormur Pálsson. — Önnur röð, talið frá vinstri: ísleifur Sumar-
liðason, Daniel Kristjánsson, Armann Dalmannsson, Sigurður Jónsson,
liinar H. Einarsson, Helgi Guðmundsson, Tryggvi Sigtryggsson, Guð-
mundur Jónsson, Garðar Jónsson, Erlingur Jóhannsson ogM. Simon. —
Þriðja röð, talið frá vinstri: Einar G. E. Sœmundsen, Sigurður
Blöndal og Olafur Jónsson.
Ljósm. Gunnar Rúnar Ólafsson.
Svofelld dagskrá var lögS fram:
Þriöjudagur 2. mars:
Kl. 10.00 Fundur settur. Hákon Bjarnason talar um störf félaganna á
vori komanda — TJmræður.
— 13.40 Framhaldsumræður og tillögur um störfin.
Miðvikudagur 3. mars:
Kl. 10.00 Fundur settur. Lagðar fram áætlanir um gróðursetningu.
— 13.30 Umræður, ef nauðsyn ber til.
— 19.30 Kvöldverðarboð.
Hákon Bjarnason skógræktarstjóri hóf máls á því að tala um störf
félaganna. Hann kvað vonir standa til, að trjáplöntur á þessu vori yrðu á
aðra milljón, og kæmi það í hlut skógræktarfélaganna að gróðursetja mik-
inn hluta þess eða um 650.000 plöntur, en Skógrækt ríkisins 200.000 og