Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1955, Síða 53
51
hagnýta sér langa reynslu í Vestur-Evrópu og á Norður-
löndum. Vöxtur og þrif beggja þessarra tegunda virðast
mjög greinilega háð því, hvernig úrkomu er háttað.
I heimkynnum sitkagrenisins er úrkoma mjög mikil.
Það vex yfirleitt ekki lengra en 100 km frá sjó, en út-
breiðslusvæði þess frá norðri til suðurs er um 4000 km,
eins og margoft hefur verið skýrt frá hér í ritinu.
Fyrir því er ráðlegast að gróðursetja sitkagreni hér á
Suðaustur-, Suður- og Suðvesturlandi.
Síberíulerekið er hins vegar meginlandstré.
Hér á landi er fengin ágæt reynsla með þessa tegund
í dölunum austanlands. Þess vegna ber að leggja megin-
áherslu á gróðursetningu síberíulerkis í innsveitum aust-
anlands og norðan. Hugsanlegt er einnig, að tegundin geti
reynst vel í uppsveitum Borgarfjarðar vestra, en úr því
hlýtur reynslan að skera.
Flestar annarra algengustu trjátegunda má líkast til
gróðursetja með góðum árangri í öllum landshlutum. 1
þann flokk koma: skógarfura, rauðgreni, hvítgreni o. fl.
Þá verður aðeins að gæta þess að nota strandstaðbrigðin
í útsveitum, en dala- og meginlandsstaðbrigðin í innsveit-
um. Verður þá hlutverk yfirmanna græðireitanna að haga
afgreiðslu plantna í samræmi við það.
STAÐARVAL OG HEILBRIGÐI TRJÁGRÓÐURS.
Þrif og heilbrigði trjánna eru mest undir því komin,
að trén vaxi í þeim jarðvegi og við þau loftslagsskilyrði,
sem þeim eru eiginleg, þegar þau fara að vaxa úr grasi.
Hér varða nú nefnd dæmi, sem sýna hvernig getur farið,
þegar út af þessu bregður.
Síberíulerki var fyrr á árum gróðursett mikið um vest-
anverða Evrópu. I Ijós kom, þar sem það var gróðursett
nærri sjó, að svonefnd lerkiáta leitaði á trén og eyðilagði
þau oftast. Hættulegasti aldur gagnvart átunni er frá
10 til 35 ára aldurs, og étur hún sár á greinar og bol, svo
að trén fá afskræmdan vöxt eða deyja. Fyrir því er