Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1955, Side 22

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1955, Side 22
20 eyjarsýslu til 18 ára aldurs. En árið 1830 fluttist hann austur á lánd, lærði þar undir skóla, fór síðan í Bessastaða- skóla 1834 og útskrifaðist þaðan 1839. Nokkrum árum síð- ar varð hann prestur að Desjarmýri og fluttist síðan að Hallormsstað. Hann var maður fjölhæfur og fjölmenntað- ur og hinn mesti framfaramaður, búmaður mikill og hafði hinn mesta áhuga á jarðrækt og jarðargróðri. Meðal margs annars, er hann ritaði, er grein um skóga á Austurlandi milli Smjörvatnsheiðar og Lónsheiðar. Sú grein birtist í Akureyrarblaðinu Norðanfara árið 1872. Hann byrjar greinina á að segja frá því, hve glaður hann hafi orðið, er hann kom á Austurland fyrir rúmum 40 árum, þ. e. 1830, og sá þar laufgaðan smáskóg á ein- stöku stöðum. En þá kom hann af Langanesi, þar sem hann segir, að hvergi hafi séð neina viðartegund. Fór hann þá að spyrja gamla menn um skógana, sem verið höfðu á Fljótsdalshéraði, er þeir mundu fyrst til, og hve gamlir þeir skógar væru, er blómguðust hér og hvar um héraðið. Segist séra Sigurður hafa haldið þessum eftirspurnum fram um mörg ár og segist jafnframt hafa tekið eftir því, hvernig þeim skógarleifum reiddi af, sem hann sá sjálf- ur og gat íylgst með. Þegar hann átti tal við gamla menn, sem honum virtust greindir og réttorðir, spurði hann þá, hvað foreldrar þeirra eða aðrir gamlir menn hefðu sagt þeim um skógana, hversu víða þeir hefðu verið og hvenær þeir hefðu fallið, hvað því myndi hafa valdið og hvenær þeir, sem þá stóðu og stærstir væru, myndu hafa farið að spretta. Vegna þessara upplýsinga, sem hann aflaði sér smám saman á 40 árum, og vegna eigin athugana kveðst hann treysta sér til að segja hér um bil rétt ágrip af sögu skóganna á Austurlandi milli Smjörvatnsheiðar og Lóns- heiðar síðan á miðri 18. öld. Um miðja 18. öld, segir hann, var Fljótsdalshérað víða skógi vaxið inn til dala og út um hlíðar, ása og hálsa út um sveitir, allt út að eyjum, láglendinu inn af Héraðsflóa, nema á Jökuldal voru skógar víðast hvar horfnir um þær
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.