Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1955, Qupperneq 22
20
eyjarsýslu til 18 ára aldurs. En árið 1830 fluttist hann
austur á lánd, lærði þar undir skóla, fór síðan í Bessastaða-
skóla 1834 og útskrifaðist þaðan 1839. Nokkrum árum síð-
ar varð hann prestur að Desjarmýri og fluttist síðan að
Hallormsstað. Hann var maður fjölhæfur og fjölmenntað-
ur og hinn mesti framfaramaður, búmaður mikill og hafði
hinn mesta áhuga á jarðrækt og jarðargróðri. Meðal margs
annars, er hann ritaði, er grein um skóga á Austurlandi
milli Smjörvatnsheiðar og Lónsheiðar. Sú grein birtist í
Akureyrarblaðinu Norðanfara árið 1872.
Hann byrjar greinina á að segja frá því, hve glaður
hann hafi orðið, er hann kom á Austurland fyrir rúmum
40 árum, þ. e. 1830, og sá þar laufgaðan smáskóg á ein-
stöku stöðum. En þá kom hann af Langanesi, þar sem hann
segir, að hvergi hafi séð neina viðartegund. Fór hann þá
að spyrja gamla menn um skógana, sem verið höfðu á
Fljótsdalshéraði, er þeir mundu fyrst til, og hve gamlir
þeir skógar væru, er blómguðust hér og hvar um héraðið.
Segist séra Sigurður hafa haldið þessum eftirspurnum
fram um mörg ár og segist jafnframt hafa tekið eftir því,
hvernig þeim skógarleifum reiddi af, sem hann sá sjálf-
ur og gat íylgst með. Þegar hann átti tal við gamla menn,
sem honum virtust greindir og réttorðir, spurði hann þá,
hvað foreldrar þeirra eða aðrir gamlir menn hefðu sagt
þeim um skógana, hversu víða þeir hefðu verið og hvenær
þeir hefðu fallið, hvað því myndi hafa valdið og hvenær
þeir, sem þá stóðu og stærstir væru, myndu hafa farið að
spretta. Vegna þessara upplýsinga, sem hann aflaði sér
smám saman á 40 árum, og vegna eigin athugana kveðst
hann treysta sér til að segja hér um bil rétt ágrip af sögu
skóganna á Austurlandi milli Smjörvatnsheiðar og Lóns-
heiðar síðan á miðri 18. öld.
Um miðja 18. öld, segir hann, var Fljótsdalshérað víða
skógi vaxið inn til dala og út um hlíðar, ása og hálsa út
um sveitir, allt út að eyjum, láglendinu inn af Héraðsflóa,
nema á Jökuldal voru skógar víðast hvar horfnir um þær