Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1955, Blaðsíða 106
104
Skógræktarfélag Borgfirðinga.
Stjórn félagsins: Haukur Jörundsson formaður, Magnús Jónsson ritari,
Daníel Kristjánsson gjaidkeri og framkvæmdastjóri, Guðmundur Jónsson
og Benedikt Guðlaugsson. Tala félaga 368.
Gróðursettar voru á félagssvæðinu samtals um 80.000 plöntur. Þar af
gróðursetti Kaupfélag Borgfirðinga 1 Norðtunguskóg 50.000 plöntur, en
það fékk á árinu til umráða til gróðursetningar stórt svæði í Norðtungu-
skógi. Við gróðursetningu á félagssvæðinu voru unnin alls 450 dagsverk, þar
með talin vinna við grisjun.
Lögð voru 150 dagsverk í gróðrarstöð félagsins í Norðtunguskógi, sumt
af þeim ókeypis. Vatnsleiðsla var lögð í stöðina. Frá 1953 eru 200 m2 sáð-
beð með rauðgreni og skógarfuru, og er þar um allmikið plöntumagn að
ræða. 1954 var dreifsett: 2.500 rauðgreni, 2.300 hvítgreni og 850 sitka-
greni. Sáð var ýmsum frætegundum í 124 m2 í græðireitinn. Reistur var
geymsluskúr, 4,5X3 m.
Að Hundastapa var sett upp 430 m löng girðing og að Ökrum í Hraun-
hreppi 700 m löng giröing.
Félagið afhenti ókeypis 25.000 plöntur ýmsum félögum og einstakling-
um og útvegaði nokkrum félagsmönnum girðingarefni.
Haldinn var aðalfundiu- og 4 stjórnarfundir. Mikil fræðslu- og kynn-
ingarstarfsemi var á vegum félagsins á árinu. Voru 12 fræðslufundir
haldnir á félagssvæðinu og sýndar margar kvikmyndir, er fengnar voru
að láni hjá Fræðslumálastjórninni og sendiráði Bandaríkjanna. Skógar-
vörðurinn á Vesturlandi var á öllum þessum fundum og formaður félags-
ins á sumum. Á fundum þessum uðu miklar umræður um skógræktarmál
og framtíð félagsins. Víða komu fram áskoranir um, að í héraðinu yrði
gróðrarstöð, sem fullnægt gæti þörfum þess um trjáplöntur. Um 800
manns alls sóttu fræðslufundi þessa.
í sjóði f. f. ári kr. 12.534,33, tekjur á árinu kr. 43.279,00. Gjöld á
árinu kr. 45.535,06. í sjóði kr. 10.278,27. Hrein eign kr. 41.188,27.
Skógræktarfélag Dalasýslu.
Stjórn félagsins: Séra Pétiu- T. Oddsson formaður, Halldór Sigurðsson
ritari, Markús Torfason gjaldkeri, Magnús Rögnvaldsson og Gísli Þor-
steinsson. Tala félaga 153.
Á félagssvæðinu voru gróðursettar um 10.000 plöntur, aðallega skógar-
fura, en nokkuð af birki og rauðgreni. Um helmingur plantnanna var
gróðursettur að Kvennabrekku og Gröf í sjálfboðavinnu hinn 17. júní.
Félagiö afhenti nokkrum einstaklingum ókeypis plöntur til gróður-
setningar í heimilisreiti.
Sett var upp ný 500 m löng girðing að Kvennabrekku. Ennfremur 800
m löng ný girðing að Gröf í Miðdölum. Sú girðing verður stækkuð á þessu
ári og er girðingarefni til í hana.
Félagið afhenti nokkuð af garðplöntum til einstaklinga og í kirkju-
garða.
Ársrit Skógræktarfélags íslands var sent út ókeypis víðs vegar un\
sýsluna í kynningarskyni.
Félagið sá um hátiðahöld innan sýslunnar hinn 17. júni. Voru hátiðir