Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1955, Qupperneq 113
111
Gróðursettar voru á vegum félagsins 3.600 plöntur í reitina á Steindyra-
móum og' í Kóngsstaðahálsi. Voru það birki, skógarfura, sitkagreni og
síberískt lerki.
Útvegaðar voru 1.400 plöntur ýmissa tegunda og afhentar einstakling-
um til gróðursetningar í garða.
Aðalfundur var haldinn og 2 stjórnarfundir.
í sjóði f. f. ári kr. 195,00, tekjur á árinu kr. 5.545,00. Gjöld á árinu
kr. 5.374,00. í sjóði kr. 366,00. Hrein eign kr. 15.866,00.
Skógræktarfélag Vestur-Baröastrandasýslu.
Stjórn félagsins: Guðmundur Sveinsson formaður, Bragi Ó. Thoroddsen
gjaldkeri og Jóhann Skaptason ritari. Tala félaga 70.
Gróðursett var á eftirtöldum stöðum:
Staður Birki Skógarf. Sitkag. Rauðg. Sib. lerki Alls
Miklidalur .................... „ 500 500 300 1.300
Vestur-Botn.................. 600 „ „ 100 700
Sauðlauksdalur .. 300 „ 100 „ 100 500
Hella ....................... 100 100 50 50 300
Langi-Botn................. 1.300 100 500 100 2.000
Alls .. 300 2.000 800 1.050 650 4.800
Prá uppeldisstöðinni í Vestur-Botni voru afhentar eftirtaldar plöntur:
120 síberísk lerki, 50 blágreni, 200 sitkagreni, 600 skógarfurur og 50 hvít-
greni. Alls 1.020 plöntur.
Jarðyrkjusjóður séra Björns Halldórssonar setti upp girðingu um 1 ha
lands í Sauðlauksdal. Jóhann Skaptason sýslumaður girti 1 ha lands til
skógræktar að Hellu við Vatnsfjörð.
Seldar voru 500 plöntur til einstaklinga til gróðursetningar í görðum
víðs vegar um sýsluna.
Haldinn var 1 almennur fundur og 3 stjórnarfundir.
í sjóði f. f. ári kr. 3.934,26, tekjur á árinu kr. 8.176,49. Gjöld á árinu
kr. 7.598,38. í sjóði kr. 4.512,37. Hrein eign kr. 8.482,37.
Skógræktarfélag Vestur-Isfirðinga.
Stjórn félagsins: Björn Guðmundsson formaður, Guðmundur Ingi Krist-
jánsson og Þorvaldur Zófóníasson. Tala félaga 132.
Gróðursetning: Botnsskógur í Dýrafirði: 500 skógarfura, 500 rauðgreni,
500 síberískt lerki. Auðkúlureitur í Arnarfirði: 100 skógarfura, 100 rauö-
greni, 100 síberískt lerki. Þverárgerði í Önundarfirði: 300 skógarfura.
Klofningusreitur í Önundarfirði: 200 skógarfura.
Pélagið á nokkuð í uppvexti af plöntum ýmissa tegunda hjá Þorvaldi
Zófóníassyni á Læk.
Lokið var við girðingu í Botnsskógi í Dýrafirði um reit, sem er í skóg-
lendi þar. Lengd girðingarinnar er um 1.500 m og flatarmál um 10 ha.
Haldinn var aðalfundur á árinu.