Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1955, Síða 48
46
mikið súrefni sé í efstu lögunum, þar sem aðallega eru
hinar lífrænu jurtaleifar. Hið súrefnisríka jarðvegsloft
og jarðvatn er trjám og jurtum einnig nauðsyn vegna
þess, að ræturnar þurfa að anda og til þess þarf súrefni.
Því meira súrefni, þeim mun örari öndun og öflugri lífs-
starfsemi trésins.
Annað mikilvægt atriði í sambandi við landslag er, að
skjól sé gott fyrir þurrustu vindátt, sem um leið er sú
kaldasta. Víðast hvar á landinu er heppilegt að velja land,
sem hallar móti suðvestri.
Loks getur verið gott, ef aðstæður leyfa, að velja litl-
um trjálundum stað undir hömrum. Hvort tveggja er, að
skjól er oft ágætt á slíkum stöðum og svo getur hiti
orðið þar mikill, einkum ef hamarinn veit móti sólarátt.
Dökkir móbergs- og basalthamrar taka við miklum hita
á sólríkum degi og geisla honum frá sér til umhverfisins,
einkum er kólna tekur undir kvöld.
GRÖÐURFAR OG JARÐVEGSGÆÐI.
Allur gróður er mismunandi þurftarmikill. Ótalmargt
kemur hér til greina, en helstu atriðin eru þessi: Lofthiti,
ljósmagn, frjósemi jarðvegs og jarðvegsraki.
Plönturnar skipa sér í gróðursamfélög eftir kröfum til
umhverfisins. Álíka nægjusamar eða þurftarmiklar plönt-
ur vaxa saman. f skóglöndum eru trén ætíð áhrifaríkasti
aðilinn í gróðursamfélögunum. Vissar trjátegundir, jurtir
og mosar vaxa saman og fer það eftir jarðveginum, hvaða
tegundir halda hópinn. Víða hafa gróðursamfélögin verið
könnuð og þeim skipað niður í flokka. Slík flokkaskipan
er undirstaða skógræktartækninnar. Skógræktarmaður-
inn veit, að þar sem ákveðið gróðursamfélag ríkir, er best
að rækta þá eða þær trjátegundir, sem heyra til þessu
gr óð ur samf élagi.
Hér á landi virðast gróðursamfélögin ekki eins skýrt
mörkuð og í flestum öðrum löndum. Orsakir þess eru
tæpast kunnar. En af þessum sökum er ekki auðvelt að