Skógræktarritið - 15.05.2006, Side 32
3. mynd. Krónur blágreniskógar í MíSinni ofan við Moraine Lake íBanff þjóðgarðinum í
Alberta. Mynd-. S.Bl, 10-10-92.
fremst sá, sem snjóbráö vorsins
skilur eftir sig. Trén eru því
aðlöguð vaxtartfmabili, sem er
mun styttra en sjálft sumarið og
leggjast f dvala um mitt sumar til
að þola þurrkinn. Nýtist þessi
aðlögun vel hérlendis, þótt
aðstæður séu nokkuð öðruvísi,
enda verður blágreni nánast
aldrei fyrir haustkali.
Blágreni er mjög frjósamt.
Byrjar að bera fræ um tvftugt, en
150-250 ára gömul tré gefa besta
fræið.
Skuggaþolið tré, hefir grunnt
rótarkerfi og getur fjölgað sér
með sveiggræðslu við efstu mörk.
Telst fremur hægvaxta tré,
eins og vonlegt er um tegund,
sem unir jafnstuttum vaxtartfma.
Viður blágrenis er gjarnan
kvistóttur, því að dauðar greinar
sitja lengi á bolnum. Viðurinn er
notaður í:
• Borði/ið og krossvið
• Beðmisframleiðsiu (langar
trefjar, Ijós litur, lítill
harpix)
En aðalnytjar blágrenis f
heimkynnum þess teljast samt:
• Vatnsi/ernd
• Skepnufóður
• Landslagsfegurð
Þetta síðasta er eftirtektarvert, að
skuli reiknast til nytja, en kemur
fyrst fram á sjöunda áratugnum
af hálfu skógstjórnar Bandaríkj-
anna (USDA Forest Service) sem
hlutverk skógar. Meðfylgjandi
myndir nr. 1, 3, 4, og 5 eiga að
sýna skógarlandslag, þar sem
blágreni er megintréð.
Kröfur til loftslags
Blágreni vex f loftslagi þar sem
vetur eru langir og sumur stutt,
meðalhiti yfir sumarið lítið eitt
hærri en á íslandi en dægur-
sveiflan mun meiri og hámarks-
hiti dagsins því talsvert hærri en
á Islandi.
Þetta eru köldustu héruð
Bandaríkjanna, snjóþyngsli
grfðarleg og feiknamunur
hitastigs vetrar og sumars. Allt
að 32°C hámark á sumrin, en
-45°C á vetrum.
f norðvesturhluta heimkynn-
anna er júlfhiti 10-13°C, f nyrðri
hluta Klettafjallanna 4-13°Cogí
miðhlutanum 10-13°C. Þetta eru
tölur, sem líkjast júlíhita á fs-
landi. Frost getur komið í öllum
mánuðum. f miðhluta Kletta-
fjallanna er ársúrkoma 610 -1.400
mm.
Blágreni unir lægri sumarhita
en aðrar grenitegundir, sem
ræktaðar eru á fslandi.
Kröfur til jarðvegs
eru líkar og annarra greniteg-
unda, sem hér eru ræktaðar. Það
getur dregið fram lífið á rýrum
jarðvegi (3. gróskuflokki), en vex
langbest á 1. gróskuflokki (gras
og blómlendi). Nánar í ramma-
greininni á bls. 32.
30
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2006