Skógræktarritið - 15.05.2006, Blaðsíða 100
„Já, það eru tveir menn hérna," heyrðist
málmkennd kvenmannsrödd segja og forstjórinn
sleppti hnappnum.
„Sem sagt, þetta er þá allt saman klappað og
klárt," sagði hann, „bara halda fólkinu góðu."
Kristján ætlaði að mótmæla, en hugsaði svo með
sér að betra væri að fara með löndum, sofa á þessu
og vita hvort nóttin færði honum ekki einhverja
góða lausn.
Og nú sat hann þarna og glennti í sundur
bréfaklemmu. Ekki hafði svefninn orðið honum að
liði. Öðru nær. Hann var eiginlega enn ráðvilltari
núna en í gær og hann misþyrmdi klemmunni og
fann hvernig oddurinn stakkst f þumalfingurinn.
Blóð spratt fram, fyrst hægt, en svo stækkaði
blóðdropinn og hann sleikti blóðið og fann járn-
bragð uppi í sér. Hvers vegna þurfti þetta leiðinda-
verk endilega að lenda á honum, hugsaði hann, eins
og honum þótti vænt um þetta tré. Hann spyrnti í
gólfið og ók sér á stólnum út að glugganum. |á,
honum þótti vænt um þetta tré og enn meir núna af
því að hann vissi hvað til stóð. Þetta tré hafði gefið
almanakinu líkt og aukna dýpt. Það sagði fyrir um
komu vorsins og þegar sölnuð laufin feyktust ráðvillt
til og frá um portið, þá vissi hann að vetur fór í
hönd. Stofninn á trénu var gildur og núna voru
blöðin iðgræn. Oft undraðist Kristján hvernig það
hafði getað náð slíkum þroska hér í þessu umhverfi.
Rætur þess hlutu að teygja sig um allt portið og
langt undir þetta stóra hús. Djúpt ofan f moldina
sótti það næringu sfna, óx og dafnaði, líkt og vildi
það storka öllum heiminum. Á hverju vori kom
þröstur og bjó sér hreiður í trénu, alltaf í sama
krikanum ár eftir ár, og hann söng af jafn miklu
skeytingarleysi og tréð óx, söng hátt og dillandi,
eins og hann væri að reyna að segja fólkinu f þessu
húsi frá einhverjum fögnuði. Þrösturinn söng um
víðáttuna, mjúk flögrandi ský, dögg á strá og lyngi.
En aðallega söng hann um frelsið og tónarnir ýfðu
við einhverju innan f Kristjáni, líkt og kæmu þeir þar
við kviku.
Hve margan vetrardag hafði Kristján ekki horft út
um þennan glugga, grandskoðað nærliggjandi hús,
rannsakað hverja sementsörðu, eða horft á fólkið á
gangstéttunum, oft sama fólkið dag eftir dag að
velkjast um f einhverju tilbreytingarleysi. Stundum
óskaði hann þess að eitthvað gerðist sem myndi
umturna þessu einhæfa lífi hans, bara eitthvað,
óeirðir, götubardagar, loftárás, sama hvað það var,
bara að líf hans færi f gang á ný.
Þannig leið veturinn, fullur af döprum, köldum
hugsunum. En svo kom vorið og þrösturinn settist
að í trénu. Söngur fyllti loftið, og bjöllukliður frá
ritvélum og þessi söngur kölluðust á, og fólkið í
húsinu varð glatt í bragði. Þrösturinn söng um lífið
eins og Kristján mundi það frá því hann var lítill
drengur. Handan við endalausa daga og nætur var
smá ljósop, gluggi út í veröldina eins og hún hafði
verið áður en fjórir glerveggir skrifstofunnar luktust
um hann.
Já, svona hafði þetta verið og nú átti hann að sjá
um að eyðileggja þetta tré, deyða það eina sem
gerði lífið f þessu húsi einhvers virði.
Innanhússíminn tók að hringja og Kristján hrökk
í kút. Kannski var það forstjórinn, hugsaði hann...
Hvað myndi gerast ef hann neitaði að svara, ekki
aðeins f þetta eina skipti, heldur alltaf, bryti sér leið
út úr hringnum, út úr þessari pappírsveröld, þar sem
ókennilegar tölur og stafir iðuðu líkt og maurar á
þúfu? Ef hann neitaði að svara í símann og ekki
eingöngu það, heldur neitaði að fara eftir fyrir-
mælum forstjórans, neitaði að lúta öðrum kröfum
en þeim sem samviskan í eigin brjósti bauð honum?
í hugskoti sfnu sá hann fyrir sér nýjan heim. Þar
voru ekki þessi yfirþyrmandi glerbákn, engar götur,
engin umferðarljós. Heyra mátti trén vaxa og
dýrahjarðir reikuðu um slétturnar og hann sjálfur var
partur af náttúrunni, vissulega svangur, en engu að
sfður frjáls maður. Hann myndi vakna til hungurs að
morgni, endalaust hungur, og sofna út frá þvf á
kvöldin. Ekki þó samskonar hungur og þjakaði hann
núna. Stundum var engu lfkara en hann væri þakinn
áli að innan, ekki aðeins maginn, heldur einnig
brjóstholið, höfuðið, allt. Þakinn þessum steingráa
málmi og verið að skrapa hann allan með skörðóttu
dósaloki eða bitlausum hníf.
Já, hvað myndi gerast ef hann neitaði að svara,
neitaði að gera það sem honum var sagt? Skyldu
þeirekki rífa hann á hol?...Þeir hverjir?..Þeir, bara
þeir...ÞEIR. Fólkið...Þjóðfélagið. Rífa hann á hol,