Skógræktarritið - 15.05.2006, Blaðsíða 29
Lágt verð en ekki
bara eitthvað verð!
Viðskiptavinir verða að geta treyst IKEA. Þeir
eiga að geta keypt góðan húsbúnað á verði sem
er svo lágt að sem flestir hafi efni á að kaupa
hann. IKEA verður því að bjóða aðlaðandi,
endingargóðan og hagnýtan húsbúnað til að
uppfylla hugsjón fyrirtækisins sem er að gera
daglegt líf fólks þægilegra!
í yfir 60 ár hefur IKEA verið að vinna að því að
halda vöruverðinu lágu t.d. með því að kaupa
inn hráefni eins ódýrt og hægt er, nýta það sem
best, nota ódýrar flutningsleiðir og pakka
húsgögnum í flatar umbúðir þannig að
viðskiptavinir geti flutt þau heim og sett saman
sjálfir.
En metnaðurinn stoppar ekki þar. Við viljum
einnig að vörurnar sem við seljum séu lausar
við hættuleg efni og viljum ekki að viðurinn í
bókahillunum okkar, borðunum eða öðrum
vörum í verslunum okkar komi frá svæðum þar
sem skógunum er eytt! Því rekjum við uppruna
alls timburs og vinnum náið með FSC
(www.fscus.org) og WWF (www.panda.org).
Allir framleiðendur IKEA verða að fylgja
ákveðnum grundvallarreglum og byggja upp
ábyrgt viðhorf til umhverfisins. IKEA leggur
metnað í að fylgja settum lögum og reglum í
öllum viðskiptalöndum sínum en lætur ekki þar
við sitja. Fjölmörg málefni snerta samfélags-
ábyrgð IKEA meðal annars barnaþrælkun sem
er ekki liðin, þrælahald, hvers kyns mismunun,
öryggi á vinnustað og vinnuaðstaða, refsingar
fyrir agabrot, laun og vinnutími, umhverfis-
áhrif starfseminnar og svo mætti áfram telja.
IKEA vill að vörur sínar hafi sem minnst áhrif á
umhverfið og að þær séu framleiddar á sið-
ferðislega ábyrgan hátt.
Þetta er langtímaverkefni sem þarf stöðugt að
sinna jafnvel þótt mikil vinna og viðleitni liggi
að baki við að ná settum markmiðum. En við
erum á góðri leið og stígum mörg lítil skref
áfram að settu marki.
Þú getur lesið meira um siðferðislega og um-
hverfislega ábyrgð IKEA á aþjóðlegu vefsvæði
IKEA: www.ikea-group.ikea.com
Opið 10:00 - 20:00 virka daga | Laugardaga kl. 10:00 - 18:00 | Sunnudaga kl. 12:00 - 18:00 | www.IKEA.is