Skógræktarritið - 15.05.2006, Side 37
11. mynd. Könglar á grein af blágreni. Teikning Paul Landacre í A Natural
History ofWestern Trees.
20,9 m hátt og þvermál 58 cm.
Blágreni sem kom frá Noregi
1937 og gróðursett var skammt
sunnan við Króklæk, var 17 m
hátt 2006 (kvæmi Arapaho Nat.
For. í Colorado, sjá kort).
Hér má í lokin bæta við þeirri
skoðun minni, að í sjálfu sér
skiptir hæðar-, þvermáls- og
bolrúmmálsvöxtur blágrenis ekki
meginmáli, þegar meta skal gildi
tegundarinnar á íslandi. Þessar
breytur skipta fyrst og fremst
máli hjá trjátegundum, sem eru
ræktaðar til viðarframleiðslu.
Blágreni er ekki slík tegund. Hún
er ræktuð vegna formfegurðar og
litar nálanna í görðum, útivistar-
svæðum og sem jólatré. Með
þau markmið að leiðarljósi er
jafn lengdarvöxtur - ekki alltof
mikill - hinn æskilegasti eigin-
leiki trésins.
Nánar um þetta í kaflanum
um jólatré á bls. 39.
Hlutverk í ræktun
Blágreni er fyrst og fremst ætlað
tvenns konar hlutverk:
* Til augnayndis
* Sem jólatré
Litum nánar á þetta.
Engin grenitré hæfa betur sem
garðtré en blágreni eða til prýði í
útivistarskógi. Þessu veldur
formfegurð og skær litur nálanna.
Yfirleitt er krónan mjó, stundum
ofurmjó, eins og grenitrjáa, sem
aðlöguð eru miklum snjóþyngsl-
um.
Sem jólatré ber blágreni af
öðrum grenitrjám. Krónan er
þétt vegna þess að ársprotar eru
yfirleitt stuttir á því aldurskeiði,
sem tré eru að vaxa í jólatrjáa-
stærð (1-2,5m). En mestu skiptir,
að blágreni er ákaflega barrheldið.
Kvæmasafnið af blágreni í
Þjórsárdal - úr fræsöfnun
Ágústs og Þórarins 1971
Alls voru kvæmin 28 + eitt frá
Hallormsstað. Þau voru úr
eftirtöldum fylkjum: 8 frá
Montana, 4 frá Colorado, 1 frá
Idaho, 1 frá Washington, 1 frá
Oregon, 7 frá Alberta, 5 frá
Bresku Kólumbíu. Kvæmið
Fermont Pass í Colorado er úr
mestri hæð í 3.500 m h.y.s.,
Boreas Pass í Colorado í 3.410 m
y.s. og 2 kvæmi úr Arapaho
Nat.For. í Colorado í 3.290 m y. s.
Úr þeim þjóðgarði voru
blágreniplönturnar, sem komu
frá Noregi 1937 og gróðursettar
voru við Króklæk á Hallormsstað.
Fræinu af þessum kvæmum
var sáð í gróðrarstöðinni á
Tumastöðum 1972 og rúllað í
móband 1976. Stóðu þar í
rúllunum til 1982. Dagana 3. til
12. mynd. Blágrenilundur íBlöndudalshólum íBlöndudal. Gróöursettur 1955.
Kvæmi „Colorado". Mynd: S.BI., 09-08-00.
SKÓGRÆ KTARRITIÐ 2006
35