Skógræktarritið - 15.05.2006, Blaðsíða 39
Fræbankar blágrenis í Colorado
Svo vill til, að aðalfræbankar
blágrenis fyrir ísland eru í Colorado.
Engin sérstök skýring er á því, nema
hugsanlega sú staðreynd, að tveir
fyrstu hóparnir, sem hér voru
gróðursettir 1905 og 1937, voru
ættaðir þaðan og stóðu sig vel. Af
einhverjum ástæðum reyndist
auðveldara að útvega fræ þaðan en
annars staðar frá. Nú liggur Colorado
sunnarlega í heimkynnum blágrenis,
og meginútbreiðslan er norðar.
Fyrsta verulega fræsendingin (4,5 kg)
barst 1950, merkt „Colorado".
Plöntur upp af því fræi fóru vfða um
land. Við vitum ekki um nánari
staðsetningu kvæmisins. Fyrir því
skrifað í gæsalöppum.
Næst var það, að Hákon
Bjarnason komst í samband við
náunga að nafni Dell Austin, sem að
því er mig minnir bjó í bænum
Sapinero ívesturhluta Klettafjallanna
sunnan við fylkismiðju. Hann
reyndist mjög duglegur fræsafnari-.
Sendi tæp 11 kg af fræi 1956 og aftur
7 kg 1959. Safnað í 3.000 m y.s.
Kvæmið var merkt „Sapinero". Stórir
teigar af því voru gróðursettir 1960-
1970.
Næst komu 4 kg af kvæminu „Park
County" úr 2.900 m y.s. í Colorado
árið 1968.
Árið 1976 kom sending, 1,5 kg
merkt „Archuleta".
Árið 1980 komu 500 grömm úr San
Isabel þjóðgarðinum, 3.300 m y.s.
Áárunum 1982, 1986 og 1989
komu svo alls 15,5 kg af fræi, sem
safnað var í Rio Grande þjóð-
garðinum í suðvesturhluta fylkisins.
Þessu fræi var safnað í 2.300 - 3.000
m y.s. Það er úr þessum stóru
sendingum af „Rio Grande" -
kvæminu, sem gróðursett hefir verið
aðallega frá 1985.
14. mynd. Blágrenitré á
Grenrn'k. Stendur við götu á
marbafikanum.
Mynd: S.B/., 03-07-00.
15. mynd. Blágrenitré af kvæminu Highwood
Summit á Stálpastöðum í Skorradal.
Mynd: S.Bl., 08-08-94.
16. mynd. Röð af blágrenitrjám við hliðina á sitkagreni íTunguási í]ökulsárhlíð.
Kvœmið er líklega Sapinero. Orri Hrafnkelsson stendur h/á.
Mynd: S.B/., 09-06-03.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2006
37