Skógræktarritið - 15.05.2006, Page 85
máli skógarsvæða innan þess
fiokks. Taflan sýnir einnig hlutfall
skóglendis af hverjum yfirborðs-
flokki.
Á mynd 4 sést hlutfall yfir-
borðsflokka innan skóglenda, en
gögnin sýna að stór hluti skóg-
ræktar á sér stað á rýru mólendi,
ríku mólendi og graslendi eða
66% af öllum svæðum. Þessar
tölur eru mjög í samræmi við
niðurstöður úttektar á 18 skóg-
ræktarjörðum á Héraði en þar
kemur m.a. fram að 45% af
gróðursetningum fóru í þursa-
skeggsmóa, 18 % f hrísheiði og
12% í lyngheiði (Jón Guðmunds-
son, 2001). Ber þeim tölum
nokkuð vel saman við niður-
stöður þessarar könnunar þar
sem ríkt og rýrt mólendi og
mosavaxið land samsvara
þessum flokkum. Einnig er
áhugavert að sjá að graslendi í
úttektinni á Héraði taldist um
10% en hér 11%. Þetta eru þó afar
ólíkar forsendur þar sem
jarðirnar á Héraði eru mest-
megnis í nytjaskógrækt en
gögnin hér eru fyrir alla skógrækt
í landinu. Kjarr- og skóglendi er
nokkuð stór flokkur sem má
útskýra með því að á nokkrum
stöðum má finna eldri barrskóga
sem flokkast sem kjarr- og skóg-
lendi í Nytjalandsflokkuninni og
teljast sem skógræktarsvæði í
kortlagningu skógarúttektarinnar.
Einnig voru gróðursetningar í
kjarrlendi algengar hér áður fyrr.
Votlendi og hálfdeigja telja
samanlagt um 5 % af skóg-
lendum. Er þessi tala nokkuð
hærri en búist var við. Við nánari
athugun kom þó í ljós að þar sem
eldri skógar eru ná þeir að mynda
skuggasvæði sem ruglar flokk-
unina. Á skuggasvæðum virðist
gróðurframleiðsla minni en hún
raunverulega er, líkt og gerist þar
sem grunnvatnsstaða er há. Eldri
skógar með skuggasvæðum geta
> r"
... <{\ \ *■ - f/
4>,r ■ • A.s ■j ■
■ "• ' #
$ ,'v,r;;:., -
f‘ ♦ -
Mynd 3. RauSir fláfiar á kortinu sýna ræktaða skóga á íslandi.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2006
83