Skógræktarritið - 15.05.2006, Síða 37

Skógræktarritið - 15.05.2006, Síða 37
11. mynd. Könglar á grein af blágreni. Teikning Paul Landacre í A Natural History ofWestern Trees. 20,9 m hátt og þvermál 58 cm. Blágreni sem kom frá Noregi 1937 og gróðursett var skammt sunnan við Króklæk, var 17 m hátt 2006 (kvæmi Arapaho Nat. For. í Colorado, sjá kort). Hér má í lokin bæta við þeirri skoðun minni, að í sjálfu sér skiptir hæðar-, þvermáls- og bolrúmmálsvöxtur blágrenis ekki meginmáli, þegar meta skal gildi tegundarinnar á íslandi. Þessar breytur skipta fyrst og fremst máli hjá trjátegundum, sem eru ræktaðar til viðarframleiðslu. Blágreni er ekki slík tegund. Hún er ræktuð vegna formfegurðar og litar nálanna í görðum, útivistar- svæðum og sem jólatré. Með þau markmið að leiðarljósi er jafn lengdarvöxtur - ekki alltof mikill - hinn æskilegasti eigin- leiki trésins. Nánar um þetta í kaflanum um jólatré á bls. 39. Hlutverk í ræktun Blágreni er fyrst og fremst ætlað tvenns konar hlutverk: * Til augnayndis * Sem jólatré Litum nánar á þetta. Engin grenitré hæfa betur sem garðtré en blágreni eða til prýði í útivistarskógi. Þessu veldur formfegurð og skær litur nálanna. Yfirleitt er krónan mjó, stundum ofurmjó, eins og grenitrjáa, sem aðlöguð eru miklum snjóþyngsl- um. Sem jólatré ber blágreni af öðrum grenitrjám. Krónan er þétt vegna þess að ársprotar eru yfirleitt stuttir á því aldurskeiði, sem tré eru að vaxa í jólatrjáa- stærð (1-2,5m). En mestu skiptir, að blágreni er ákaflega barrheldið. Kvæmasafnið af blágreni í Þjórsárdal - úr fræsöfnun Ágústs og Þórarins 1971 Alls voru kvæmin 28 + eitt frá Hallormsstað. Þau voru úr eftirtöldum fylkjum: 8 frá Montana, 4 frá Colorado, 1 frá Idaho, 1 frá Washington, 1 frá Oregon, 7 frá Alberta, 5 frá Bresku Kólumbíu. Kvæmið Fermont Pass í Colorado er úr mestri hæð í 3.500 m h.y.s., Boreas Pass í Colorado í 3.410 m y.s. og 2 kvæmi úr Arapaho Nat.For. í Colorado í 3.290 m y. s. Úr þeim þjóðgarði voru blágreniplönturnar, sem komu frá Noregi 1937 og gróðursettar voru við Króklæk á Hallormsstað. Fræinu af þessum kvæmum var sáð í gróðrarstöðinni á Tumastöðum 1972 og rúllað í móband 1976. Stóðu þar í rúllunum til 1982. Dagana 3. til 12. mynd. Blágrenilundur íBlöndudalshólum íBlöndudal. Gróöursettur 1955. Kvæmi „Colorado". Mynd: S.BI., 09-08-00. SKÓGRÆ KTARRITIÐ 2006 35
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.