Skákritið - 01.07.1950, Síða 18

Skákritið - 01.07.1950, Síða 18
Eigum við Ivenn landslið? Dagana 31. maí og 2. júní síðastl. fór fram skákkeppni milli landsliðs- ins og 8 manna áskorendaliðs, er valið var af kunnugum mönnum til keppninnar. Úrslit urðu með þeim ólíkindum, að liði þessu tókst að gera jafnt við landsliðið. Var tefld tvöföld umferð (með venjulegu landskeppnasniði). Landsliðiö: 1. borð: Baldur Möller 0 % 2. —• Sturla Pétursson 0 % 3. — Guðmundur Ágústsson 1 1 4. — Guðj. M. Sigurðsson y2 V2 5. —- Eggert Gilfer y2 0 6. — Ásm. Ásgeirsson 1 V2 7. — Bjarni Magnússon 0 1 8. — Lárus Johnsen V2 l/2 Sýnir þetta glöggt, að toppur skákmanna vorra er orðinn allbreið- ur. Ætti það að vera öllum skák- mönnum gleðiefni, hvar í flokki, sem þeir standa(!), að skákstyrk- leikinn safnist ekki á of fárra hend- ur. Velunnurum landsliðsins finnst ef til vill nokkuð nærri höggvið heiðri þess með úrslitum þessum. Það verður þó tæpast sakfellt fyrir það, þótt blómlegur skákgróður skjóti rótum utan vébanda þess. Það er og landsliðsmönnum fremur hag- ur en hitt, að geta sótt herzlu og styrk í baráttu við jafnvíga keppi- nauta innanlands. Það gæti jafnvel haft í för með sér gjaldeyrissparn- að, sem er einn hinn ágætasti kostur nú til dags! Væntanlega verða slíkar keppnir tíðar í framtíðinni. Áskorendaliðið hafði betur í fyrri umferðinni, og töldu margir lands- liðið vera hætt komið, en því tókst þó að rétta hlut sinn í síðari um- ferðinni og urðu endanleg úrslit 8:8. Fara hér á eftir úrslit á einstök- um borðum: Askorendaliðið: Guðm. S. Guðmundsson 1 V2 Friðrik Ólafsson 1 l/2 Árni Snævarr 0 0 Konráð Árnason V2 V2 Jón Guðmundsson y2 1 Einar Þorvaldsson 0 y2 Magnús G. Jónsson 1 0 Sveinn Kristinsson y2 y2 Skák nr. 5. Frá keppninni við landsliðið Hvítt: Friðrik Ólafsson , Svart: Sturla Pétursson Albins bragð 1. di, d5; 2. cJf, e5; 3. dxe, dU; J. Rf3 Rc6; .5. g3, Be6; 6. Bg2, BxcU; 7. Rd2, BbJ^; 8. O—O, Bxd2; 9, Bxd2, J6; 10. Hcl, Bd5; 11. e3, fxe; 12. exd, eU; 13. Re5, Rf6; lJf. Bg5, Dd6; 15. Bxf6, Dxf6; 16. Dhpf, g6; 17. Rxg6, Bf7; 18. Db5, Bxg6; 19. Dxb7 0—0; 20. Dxc6, DxdJt; 21. Dcltf, DxD; 22. HxD, Had8; 23. Bxe4, BxB; 2Jf. HxB, Hd2; 25. HgJ+ f, Kh8; 26. HbJt, He8; 27. Hb7, He7; 28. Hcl a5; 29. aS, Kg7; 30. Hcxf7, HxH; 3K HxHf, og svartur gafst upp nokkrum leikjum síðar. 14 SKÁKRITIÐ

x

Skákritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skákritið
https://timarit.is/publication/2005

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.