Skákritið - 01.07.1950, Page 19

Skákritið - 01.07.1950, Page 19
Af innlendum veffvangi } Austurbœr—Vesturbœr. Að tilhlutan Taflfélags Reykja- víkur fór fram skákkeppni milli Austur- og Vesturbæjar 22. júní s.l. að Þórskaffi. Úrslit urðu þau, að Vesturbæingar fóru með sigur af hólmi, hlutu 414 vinning gegn 3%. Úrslit á einstökum borðum: Vesturbær: 1. borð: Baldur Móller y2 2. — Sturla Pétursson l/2 3. — Hafsteinn Gíslason y2 4. — Björn Jóhannesson 1 5. — Hjalti Elíasson 0 6. —• Þórður Þórðarson 1 7. -— Margeir Sigurjónsson 1 8. — Anton Sigurðsson 0 Aðalfundur Taflfélags Reykja- vikur. Aðalfundur Taflfélags Reykja- víkur var haldinn sunnudaginn 4. júní síðastliðinn að Þórsgötu 1. For- maður var endurkjörinn Guðm. S. Guðmundsson, en meðstjórnendur; Þórir Olafsson gjaldkeri, Sveinn Kristinsson áhaldavörður, Jón Ein- arsson ritari og Arinbjörn Guð- mundsson skákritari. A fundinum voru rædd ýmis félagsmál auk venjulegra aðalfundarstarfa. Voru fundarmenn yfirleitt ánægðir með félagsstarfið á liðnu starfsári og væntu þess, að haldið yrði áfram á sömu braut. S tokkseyrarför. Sunnudaginn 11. júní fór 12 fflanna flokkur úr Taflfélagi Reykjavíkur til Stokkseyrar í boði taflfélagsins þar til að heyja kapp- tefli við Stokkseyringa. SKÁKRITIÐ Austurbær: Guðjón M. Sigurðsson y2 Steingrímur Guðmundsson l/2 Friðrik Ólafsson l/2 Sveinn Kristinsson 0 Þórir Ólafsson 1 Haukur Sveinsson 0 Magnús Vilhjálmsson 0 Jón Pálsson 1 Er komið var til Stokkseyrar, var ferðalöngunum boðið í miðdegis- kaffi að Hótel Stokkseyri. Að því loknu hófst keppnin. Teflt var á 9 borðum og urðu úrslit þau, að Reyk- víkingar fóru með sigur af hólmi, hlutu 8y2 vinning gegn y2. Að keppninni lokinni snæddu menn kvöldverð. Síðan var efnt til hraðskákmóts, sem var lokið um miðnætti. Að því búnu þökkuðu Reykvíkingar Stokkseyringum ágæt- ar móttökur og héldu síðan heim- leiðis. Ilraðskákmút. I júní síðastliðnum gekkst Tafl- félag Reykjavíkur fyrir hraðskák- móti að Þórskaffi. Þátttakendur voru 36 og var þeim skipt í 4 riðla. Tefldu síðan 11 til úrslita. Efstur varð Lárus Johnsen með 9 vinninga, 2. Friðrik Ólafsson Sl/, 3. Guðjón M. Sigurðsson 8, 4. Sveinn Krist- insson 6, 5. Magnús G. Jónsson öy2. 15

x

Skákritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skákritið
https://timarit.is/publication/2005

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.