Golf á Íslandi - 01.07.1990, Page 7
„HÖFUM STAÐIÐ I
MIKLUM FRAMKVÆMDUM“
— segir Björgúlfur Lúðvíksson framkvæmdastjóri Golfklúbbs Reykjavíkur.
„Fyrsti golfvöllur Golfklúbbs
Reykjavíkur var í Laugardalnum
austan við Laugardalshöllina er
Golfklúbburinn var stofnaður
1934. Fljótlega fluttist völlur
klúbbsins í Öskjuhlíð sem í raun
var rangnefni því margir vildu
nefna staðinn Leynimýri. Völlur-
inn var þó kallaður Öskjuhlíð-
arvöllur“, segir hinn ötuli
framkvæmdastjóri Golfklúbbs
Reykjavíkur, Björgúlfur Lúð-
víksson.
Björgúlfur segir að ástæða
þess að golfvöllurinn hafi upp úr
1960 verið fluttur í Grafarholtið
hafi verið sú að taka þurfti land-
ið í Öskjuhlíðinni undir bygg-
ingarframkvæmdir á vegum
Reykjavíkurborgar.
„Þetta var á sínum tíma hið
versta mál. Erlendis er það
keppikefli borgaryfirvalda að
hafa góðan golfvöll í borgar-
landinu og eru yfirvöld yfirleitt
stolt af slíkum vellií1
„Okkur endist ekki aldur
tii að tína allt grjótið“
Árið 1960 fluttist starfsemi
Golfklúbbs Reykjavíkur upp i
Grafarholt og völlurinn auðvitað
líka. Björgúlfur hefur orðið:
„Þegar ákveðið var að flytja
golfvöllinn upp i Grafarholt leist
mönnum ekki á blikuna og
reyndar fannst mörgum þetta hið
furðulegasta mál. Þannig hagar
til í Grafarholti að landslag er
mjög gott fyrir golfvöll en árið
1960 var ekkert tún á svæðinu.
Hafist var því handa við að ryðja
vallarsvæðið og jarðvegi ekið á
staðinn og brátt fór að sjást í
græna fleti á svæðinu. En mikið
grjót er í Grafarholti og frá 1960
hefur staðið yfir stöðug grjót-
tínsla og mun standa áfram.
Endist hvorki mér né öðrum
kylfingum vart aldur til að sjá
endinn á því verki.“
Nú er verið að snyrta og
snurfusa eftir stórverkefni
Það hafa staðið yfir miklar
framkvæmdir í Grafarholti
síðustu árin og völlurinn og
umhverfi hans tekur stöðugum
breytingum. Um framkvæmd-
irnar segir Björgúlfur: „Það er
alltaf verið að breyta og bæta og
markmiðið er alltaf það sama:
að gera völlinn betri og glæsi-
legri. Við höfum staðið í miklum
framkvæmdur undanfarið. Við
byggðum nýja vélageymslu og
kerrugeymslu svo eitthvað sé
nefnt. Þá höfum við ráðist í
mjög mikil vélakaup sem á eftir
að koma sér vel í framtiðinni.
Með betri vélakosti erum við
betur í stakk búnir til að sinna
vellinum. En við erum sem sagt
að snyrta völlinn sem stendur og
snurfusa eftir þessar stóru fram-
kvæmdir. Við reynum að gera
okkar besta og okkur er með-
vitað að eftir því sem völlurinn
verður betri eigum við meiri
möguleika á að fá hingað al-
þjóðleg golfmótí*
„Við erum tregir í að eyða
miklu fé í Korpúlfsstaða-
völlinn“
Nú hefur Golfklúbubur
Reykjavíkur einnig verið með
starfsemi að Korpúlfsstöðum og
hefur aðsókn að vellinum þar
verið gífurlega mikil og völlurinn
oft þéttsetinn áhugasömum
kylfingum. Hvað með framtíð
Korpúlfsstaðavallarins á tímum
mikillar þenslu í byggingarfram-
kvæmdum á vegum Reykja-
víkurborgar?
„Það er rétt að völlurinn að
Korpúlfsstöðum hefur verið
gífurlega vel sóttur og hvergi
nærri náð að svara eftirspurn. í
þau 7-8 ár sem við höfum verið
með golfvöll þarna hefur völlur-
inn stöðugt verið að batna og við
höfum reynt eftir megni að hafa
völlinn í góðu ásigkomulagi.
Okkur hefur hins vegar verið
tjáð að Korpúlfsstaðalandið
verði í framtíðinni tekið undir
byggingar og byggðin í Grafar-
vogi er þegar farin að teygja anga
sína langleiðina að vellinum.
Sannleikurinn er sá að við í
Golfklúbbi Reykjavíkur erum
mjög tregir að eyða mjög miklu
fé í völlinn. Ástæðan er einfald-
lega sú að okkur finnst ekki taka
því ef engin verður þar aðstaðan
eftir nokkur ár.“
Eðlilegt og æskilegt að hafa
völl að Korpúlfsstöðum.
Áfram heldur framkvæmda-
stjórinn: „Okkur finnst hins
vegar mjög eðlilegt og æskilegt
að Korpúlfsstaðavöllurinn fái að
halda sér. í mikilli nálægð við
völlinn rennur góð laxveiðiá og
ég tel að fátt verndi hana betur
en sé hún umvafin golfvelli. Þá
mun í framtíðinni vera ætlunin
að reisa listasafn að Korpúlfs-
stöðum og allt þetta getur farið
mjög vel saman“
Björgúlfur Lúðvíksson, framkvœmdastjóri GR.
GOLF Á ÍSLANDI
7