Golf á Íslandi - 01.12.2008, Síða 56

Golf á Íslandi - 01.12.2008, Síða 56
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is56 G O L F viðtalið - Staffan Johannsson: þeim. Það hefur viljað loða við marga efnilega ís- lenska kylfinga að minnka við sig æfingar vegna þess að þeir eru svo miklu betri en jafnaldrar þeirra og telja sig þess vegna ekki þurfa að æfa mikið. Þetta er alltaf spurning um hugarfar hvers kylfings fyr- ir sig og hvað hann er tilbúinn að leggja mikið á sig.“ Hvað myndir þú segja við unga kylfinga sem ætla sér að fara í atvinnumennsku? „Hugarfarið verður að vera rétt. Það getur enginn stytt sér leið í að ná árangri í þessari íþrótt. Þeir þurfa að vera tilbúinir að leggja á sig mikla vinnu, æfa og æfa. Ég hef alltaf sagt að kylfingar sem hafa mestu hæfileikana sigra unglingamótin. Þeir sem eru dugleg- astir að æfa sig sigra um tvítugt og þeir sem komast alla leið á toppinn í heiminum eru þeir sem hafa bæði hæfileikana og eru duglegastir að æfa sig. Það kemur því ekki í ljós fyrr en kylfingar hafa náð tvítugs aldri hvort það verði úr þeim alvöru atvinnukylfingur eða ekki. Mesta brottfallið í afreksstarfinu eru unglingar á aldrinum 16 til 20 ára. Þetta er mjög krítískur tími fyrir kylfing, sérstaklega á svona litlu landi eins og Íslandi þar sem svo auðvelt er að vera stjarna vegna þess hve samkeppnin er lítil. Það getur verið erfitt að höndla það að vera stór- stjarna í íþróttum þegar maður er ungur. Íslendingar hafa misst marga efnilega kylfinga úr golfinu í gegn- um árin, meðal annars vegna þess að þeir hafa ekki höndlað sviðsljósið.“ Þurfa íslenskir afrekskylfingar að fara meira erlendis til æfinga, eða höfum við nægilega góða aðstöðu heima? „Ég held að það sé alveg hægt að búa til góðan kylf- ing á Íslandi eins og í hverju öðru landi. Það er komin upp mjög góð aðstaða innanhúss hér og með tilkomu æfingasvæða eins og Bása og Hraunkots hefur þetta batnað til muna. Aðrar nágrannaþjóðir hafa ekki endi- lega betri æfingaaðstöðu yfir vetrarmánuðina. Það eru sumarmánuðirnir sem eru erfiðari hér til æfinga þar sem það er aldrei hægt að stóla á sama veður tvo daga í röð. Það er til dæmis mjög erfitt að æfa stuttu höggin með fleygjárni við mjög breytilegar aðstæð- ur. Það þarf að vera hægt að æfa þessi högg marga daga í röð við sömu aðstæður til að ná árangri. Hér á landi er kannski gott veður í einn dag, rigning þann næsta og síðan hvassviðri þriðja daginn. Það er aldrei hægt að ganga að neinu vísu í veðrinu. Ef kylfingur þarf að æfa ákveðnar lengdir í stutta spilinu er mikil- vægt að aðstæður séu svipaðar nokkra daga í röð. Það er líka misjafnt eftir veðri hvernig undirlagið er sem boltinn lendir á, er það hart, þurrt eða blautt. Sem dæmi um þetta vorum við með landsliðið í þriggja daga æfingabúðum á Kiðjabergsvelli síðasta sumar, sem var undirbúningur fyrir Evrópumótið. Fyrsta daginn var gott veður og fínar aðstæður til æfinga, en hina tvo vonlaust veður. Það er þetta sem er erfiðast við æfingar á Íslandi. Aðstaða til inniæfinga á Íslandi eru með þeim betri í Evrópu. Finnar hafa t.d. enga æf- ingaaðstöðu sem er í líkingu við Bása. Það er aðeins ein svipuð æfingaaðstaða í Svíþjóð og var hún byggð í Gautaborg í fyrra. Ef ég tek Svíþjóð sem dæmi þá hafa margir góðir kylfingar komið frá svæðum sem ekki eru með topp aðstæður til æfinga yfir vetrarmánuðina. Ég get nefnt Robert Karlsson í þessu sambandi. Hann kemur frá norðurhluta Svíþjóðar þar sem golftímabilið er ekki mikið lengra en á Íslandi. Þar var engin æfinga- aðstaða innahúnss. Fjölskylda hans átti ekki mikla pen- inga til að styrkja hann til æfinga erlendis. Hann bjó bara til sína eigin æfingaaðstöðu í garðinum heima hjá sér og var alltaf með kylfuna í höndunum. Hann ...Í Svíþjóð hafa margir góðir kylfingar komið frá svæðum sem ekki eru með topp aðstæð- ur til æfinga yfir vetrarmán- uðina. Ég get nefnt Robert Karlsson í þessu sambandi. Hann kemur frá norðurhluta Svíþjóðar þar sem golftíma- bilið er ekki mikið lengra en á Íslandi. Þar var engin æfinga- aðstaða innahúnss. Fjölskylda hans átti ekki mikla peninga til að styrkja hann til æfinga erlendis. Hann bjó bara til sína eigin æfingaaðstöðu í garðin- um heima hjá sér og var alltaf með kylfuna í höndunum... Robert Karlsson hefur náð langt með elju og vinnusemi. Staffan þjálfaði Ryder leikmanninn Fulke. Landsliðshópur Íslands fyrir Evrópumótið við æfingar í Kiðjabergi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Golf á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.