Golf á Íslandi - 01.12.2008, Side 67

Golf á Íslandi - 01.12.2008, Side 67
67GOLF Á ÍSLANDI • DESEMBER 2008 komnir niður á þrjú svæði sem koma til greina. Það er í fyrsta lagi svæðið hér við Svarfhól upp með ánni, austan megin við núverandi golfvöll. Ef við fengjum þetta svæði gætum við hugsanlega nýtt hluta af núverandi velli. Við höfum aðeins verið að þreifa á því við landeiganda sem er ábúandi á jörðinni. Annar valkostur er á landssvæði sem liggur á milli Eyrarbakka og Stokkseyri. Það svæði er að mestu í eigu Árborgar. Þriðji valkosturinn er síðan austur í Bitru. Þar er búið að bjóða okkur ókeypis land undir 18 holu golfvöll. Okkur finnst þessi tvö síðarnefndu svæði vera nokkuð langt frá Selfossi. Við viljum helst hafa völlinn nær okkur, sérstaklega fyrir krakkana. Þess vegna viljum við reyna fyrst að fá þetta svæði hér austan við núverandi golfvöll og það er fyrsti valkostur hjá okkur. Þá gætum við mögulega nýtt eitt- hvað af þessum fjárfestingum sem eru fyrir. Þetta er líka mjög skemmtilegt svæði. Við höfum hér ánna og hún spilar skemmtilega inn í völlinn og hann er stutt frá bænum,“ sagði Bárður. Vilja byggja 18 holu völl Svarfhólsvöllurinn er á fallegum og góðum stað, á bakka Ölfusár rétt austan við Selfoss. Völlurinn er nú allur í Flóahreppi, en var áður að hluta til inn í Árborg. Samningurinn við Kaupfélag Árnesinga var gerður fyrir 22 árum og gilti til þrjátíu ára sem Bárður segir að hafi þótt nokkuð langur tími á sínum tíma. Í honum voru þó uppsagnarákvæði sem núverandi landeigandi, byggingarfélagið Ferjuholt, hefur nýtt sér. Uppsagnarfrestur er tvö ár og átti klúbburinn því að missa landið að óbreyttu eftir eitt ár. Landeigand- inn tók þó fram í uppsagnarbréfi að hugsanlegt væri að framlengja samninginn, en þá aðeins til árs í senn. Bárður segir að vegna efnahagsástandsins í þjóðfél- aginu gæti alveg eins farið svo að klúbburinn fengi að halda landinu næstu 5 til 10 árin, en þeir hafi hins vegar hærri markmið og vilji byggja 18 holu golfvöll. „Meðan við höfum þennan níu holu golfvöll, sem okkur finnst alveg þokkalegur, viljum við nýta tímann og byggja upp 18 holu golfvöll. Okkur finnst lag núna í krepputíð að fara í þessar framkvæmdir sem fyrst. Nú er hægt að fá ódýrar vinnuvélar og annað í upp- byggingu á nýjum golfvelli hvar svo sem hann kemur til með að verða. Sveitafélagið Árborg er búið að gefa út viljayfirlýsingu um að vera með okkur í þessari upp- byggingu. Við þurfum væntanlega þennan vetur til að ganga frá samningum um endanlegt landssvæði undir 18 holu golfvöll. Síðan fer einhver tími í að hanna og teikna og ég vonast til að við getum hafið framkvæmdir við nýjan 18 holu völl seinni hluta árs 2009,“ segir Bárður sem hefur verið stjórnarmaður í Golfklúbbi Selfoss í 12 ár og þar af formaður síðustu þrjú ár. Þrír vellir á 35 árum Leigusamningurinn um núverandi vallarsvæði rennur út næsta haust, „en við höfum fengið vilyrði fyrir því að framlengja um ár í senn. Það er reyndar ekki búið að skrifa undir neitt í sambandi við það. Við vonumst til að geta verið á núverandi svæði þar til við erum búnir að koma okkur upp varanlegum 18 holu velli og flutt okkur beint yfir á hann,“ sagði formaðurinn. Golfklúbbur Selfoss hefur gert þrjá velli í liðlega 35 ára sögu sinni. Sá fyrsti var við Engjaveg í þéttbýlinu á Selfossi. Þá var gerður völlur í Alviðru í Grímsnesi en eftir að klúbbnum var vísað þaðan var hann land- laus um tíma en fékk síðan land í Laugardælum með samningum við Kaupfélag Árnesinga og hefur unnið að uppbyggingu Svarfhólsvallar síðustu tuttugu árin. Bárður segir að búið sé að leggja mikla fjármuni í Svarfhólsvöll, bæði í beinhörðum peningum og ómældri sjálfboðaliðsvinnu. „Því væri besti kosturinn ef hægt væri að nýta hluta af vellinum í uppbygg- ingu á 18 holu velli og að því stefnum við.“ „Við erum búnir að skoða staði undir 18 holu framtíðar golfvöll og erum komnir niður á þrjú svæði sem koma til greina.“ Teiggerð á nýju 3. brautinni sem verður par 3. Bárður Guðmundsson til vinstri. Gamla þriðja flötin mun stækka og verður par 3. Fjórða flötin á neðri myndinni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Golf á Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.