Golf á Íslandi - 01.12.2008, Síða 88

Golf á Íslandi - 01.12.2008, Síða 88
88 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is „Tréjárnið“ „Ég átti heima á Akureyri, skammt frá gamla golfvell- inum við Þórunnarstræti. Einhvern veginn álpaðist ég út á golfvöll 8 ára gamall ásamt félögum mínum. Við fylgdumst með tilburðum karlanna á vellinum, fórum að vera caddiar hjá þeim og vorum þar nánast daglegir gestir. Ég var lengi caddie hjá Hafliða heitn- um Guðmundssyni og dró fyrir hann alveg þar til ég var fjórtán eða fimmtán ára gamall. Einn félagi minn, Þengill Valdimarsson, átti kylfu sem hafði verið sett á tréskaft. Við kölluðum þessa kylfu alltaf tréjárnið. Við bjuggum til tveggja holu völl á túninu ofan við heima- vist menntaskólans og þar spiluðum við fram og til baka. Holurnar sem við gerðum voru frekar vinalegar, í stærri kantinum enda notuðum við Macintosh dollur fyrir holur. Við vorum þarna mikið, ég Gunnar Þórðar- son, Þengill og Árni Kjartansson. Ég var líklega með mestan áhuga því ég laumaðist oft heim til Þengils og fékk lánaða kylfuna hjá mömmu hans og fór einn út á völl að slá. Þessi kylfa var notuð í allt, jafnt teighögg sem pútt. Þetta er kylfa sem er líklega á bilinu 3-4 járn í dag. Ég tók strax nokkuð rétt grip á meðan Þengill vinur minn var alltaf með krosshent grip, með vinstri höndina fyrir neðan þá hægri.“ „Níu ára gamall fór ég í golfkennslu hjá Magnúsi Guð- mundssyni, sem hafði verið Íslandsmeistari á þessum tíma. Þá var aðstaða í lögreglustöðinni sem var í bygg- ingu í Þórunnarstræti. Þar voru sett upp net og æft og slegið. Ég fékk mikinn áhuga á þessari íþrótt. Ég var reyndar líka í fótbolta á þessum árum og síðar í hand- bolta og körfubolta. Nánast í öllum íþróttum nema lyftingum og róðri. Það var alltaf mitt fyrsta verk þeg- ar fór að vora, að fara suður á golfvöll og þar var ég meira og minna öll sumur. Ég eignaðist fljótlega tré- kylfu og pútter og síðan fékk ég fyrsta golfsettið mitt. Það var Pam Higgins kvennasett, sem í var 3, 5 og 7 járn, pútter og „Brassi“ sem telst vera 2-tré í dag. Þetta sett notaði ég þar til ég var 14 ára, reyndar bættist við eitt fleygjárn í pokann á þessum tíma.“ Mætti í vaðstígvélum Fyrsta unglingamótið hjá Golfklúbbi Akureyrar var haldið 10. apríl 1964, en þá var Björgvin á ellefta ári. „Ég man að ég vann þetta fyrsta mót sem ég tók þátt í, spilaði á 55 höggum (9 holur). Þetta var 7-8 manna mót og Viðar bróðir minn varð í öðru sæti. Þetta sumar var fyrsta Íslandsmót unglinga haldið í Vest- mannaeyjum og var það haldið samhliða Íslandsmóti fullorðinna eins og var síðan gert í nokkurn tíma. Við fórum þrír ungir drengir frá Akureyri, þeir gömlu tóku okkur með. Þetta var mikið ferðalag. Farið á tveimur Land Rover bílum til Reykjavíkur og gist á Hjálpræð- ishernum. Síðan var flogið til Vestmannaeyja og var það jafnframt fyrsta flugferðin mín. Í Vestmanna- eyjum var gist í verbúð Ársæls Sveinssonar. Þetta var í júlí 1964 og ég þá 11 ára gamall. Þetta var gríðarlegt ævintýri. Við spiluðum 36 holur á fjórum dögum, 9 holur á dag. Í mótinu tóku aðeins sjö keppendur þátt. Eyjólfur Jóhannsson vann mótið, en ég hafnaði í öðru sæti og Viðar bróðir í þriðja. Hinir sem tóku þátt voru Jón Haukur Guðlaugsson, Hans Isebarn, Haraldur Ringsted og Elías Kárason, sem lék á „vaðstígvélum“ allan tímann. Við venjulegir menn vorum á striga- skóm nema Jón Haukur sem var á golfskóm og naut verulegrar aðdáunar og öfundar annarra unglinga. Ég var yngstur í þessum hópi.“ Íslandsmeistari í fyrstu tilraun Árið 1970 varð Björgvin í fyrsta sinn Íslandsmeistari unglinga, þá 17 ára gamall og var þá keppt bæði í Leir- unni og á Hvaleyrinni, 36 holur á hvorum velli. Árið eftir varð hann gjaldgengur í Íslandsmót fullorðinna og var mótið þá haldið að Jaðri og vann hann mót- ið á sínum heimavelli. „Það var hörkukeppni og það þurfti umspil milli mín og Björgvins Hólm um titilinn. Hann átti fjögur högg á mig þegar fimm holur voru eftir og ég náði að jafna með rúmlega tveggja metra pútti á lokaholunni. Svo tæpt var það að boltinn hékk á barminum í nokkrar sekúndur áður en hún datt í hol- una. Ég hafði síðan betur á síðustu holu í þriggja holu umspili,“ sagði Björgvin um fyrsta Íslandsmeistaratitil sinn í fullorðinsflokki. Á þessum tíma urðu kynslóðaskipti í golfinu. Þá voru að koma fram á sjónarsviðið kylfingar eins og Loftur Ólafsson, Ragnar Ólafsson, Geir Svansson, Sigurður Thorarensen og síðan Sigurður Pétursson. Loftur vann Íslandsmótið 1972 og var þá 18 ára eins og Björg- vin hafði verið árið áður. „Ég var í öðru sæti á eftir Lofti í þessu móti, aðeins tveimur höggum á eftir, en vann síðan titilinn fimm næstu ár á eftir, síðast 1977“. Um eftirminnilegasta Íslandsmótið sagði Björgvin: „Það er auðvitað fyrsta mótið sem ég vann stóra tit- ilinn 1971. Þá voru tvö Íslandsmót í Grafarholtinu þar sem ég var í hörkukeppni við Ragnar Ólafsson. Ég byrjaði síðan að berjast um titilinn aftur 1996, var þá í 3.-4. sæti. Það var fyrsta mótið sem Birgir Leifur Haf- þórsson vann og fór fram í Vestmannaeyjum. Ég var í lokahollinu tvo síðustu hringina. Þá var Birgir Leifur að koma nýr inn. Ég sá þá strax að hann hafði mikla hæfileika til að ná langt, við vorum ekkert mjög líkir spilarar.“ Björgvin var með fast sæti í landsliðinu frá 1971 til 1985 og fór síðan aftur inn í landsliðið 1996 og spilaði m.a. í Evrópumóti landsliða 1997 og 1999 og Norður- landamótum á þessu tímabili. Ég spilað m.a. við Sví- ann Henrik Stenson á Ítalska opna áhugamannamót- Björgvin Þorsteinsson Starfsheiti: Hæstaréttarlögmaður. Fæddur: 27. apríl 1953. Eiginkona: Jóna Dóra Kristinsdóttir ljósmóðir . Barn: Steina Rósa, fædd 6. nóvember 1976. Fóstursonur: Kristinn Geir Guðmundsson, fæddur 20. maí 1980. Barnabörn: Sindri Þór Jónsson, Kolbrá Sól Jónsdótt- ir, Styrmir Jökull Einarsson og Katla Nótt Einarsdótt- ir Forgjöf: 3,2 Uppáhalds völlur á Íslandi: Vestmannaeyjar. Uppáhalds völlur erlendis: Cypress Point í Kaliforníu. Golfpokinn: Taylor Made dræver og 3-tré, Adams 7-tré, Hogan járn-kylfur. Ping (long) pútter. Golfbolti: Titleist Pro V1. Helsti árangur: Sexfaldur Íslandsmeistari 1971, 1973, 1974, 1975, 1976 og 1977. Vann fyrsta titilinn 18 ára gamall og er enn á fullu sem keppnismaður í íslensku golfi. Klúbbmeistari GA 9 sinnum, 1971, 1972, 1974, 1976, 1977, 1978, 1979, 1987 og 1991. Varð m.a. Íslandsmeistari í sveitakeppni öldunga með GA síðasta sumar. Hola í höggi (7 sinnum): 1. 1975: Jaðarsvöllur (6. hola) 2. 1980: Höfn í Hornafirði (4. hola) 3. 1981: EM í Esbjerg í Danmörku (13. hola) 4. 1993: Jaðarsvöllur (18. hola) 5. 1986: Grafarholtsvöllur (2. hola) 6. 1999: EM á Ítalíu (13. hola) 7. 2008: Grafarholtsvöllur (2. hola) „Þetta var mikið ferðalag. Farið á tveimur Land Rover bílum til Reykjavíkur og gist á Hjálpræðis- hernum. Síðan var flogið til Vestmannaeyja og var það jafnframt fyrsta flugferðin mín. Í Vest- manneyjum var gist í verbúð Ársæls Sveinsson- ar. Þetta var í júlí 1964 og ég þá 11 ára gamall. Þetta var gríðarlegt ævintýri...“ V I Ð TA L Björgvin Þorsteinsson, sexfaldur Íslandsmeistari, í viðtali við Golf á Íslandi:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Golf á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.