Golf á Íslandi - 01.12.2008, Blaðsíða 59

Golf á Íslandi - 01.12.2008, Blaðsíða 59
59GOLF Á ÍSLANDI • DESEMBER 2008 Þegar ég heyrði fyrst af því að ráða ætti Staffan Johansson sem landsliðsþjálfara kom það mér mjög á óvart þar sem hann hafði verið einn af aðalþjálfurum sænskra atvinnumanna um árabil. En um leið fagnaði ég þeim stórhug sem Hörður Þorsteinsson ásamt Gunnari Bragasyni þáverandi forseta golfsambandsins sýndu - eða bara þeirri einskæru lukku sem þarna var að falla íslensku golfi í skaut. Það var mikill fengur, að sjálfsögðu, fyrir íslenska kylfinga að njóta ráðgjafar manns sem þekkir af eigin reynslu þá umgjörð sem nauðsynleg er til að fleyta kylfingum á meðal þeirra bestu, í atvinnumennsku. Staffan fannst þetta mjög ögrandi verkefni og sú ákvörðun hans að taka slaginn, að koma í áhugamannagolfið á Íslandi, segir meira um víðsýni hans og smitandi metnaðinn en þúsund orð; með honum fengum við tækifæri og stigum spor nær heimi atvinnumennskunnar en nokkurn tímann áður. Eins og svo margir er Staffan gríðarlegur keppnis- maður sem þolir illa að skila slökum árangri, en ólíkt flestum, óneitanlega, hefur hann reynslu til að meta árangur og gera raunhæfar kröfur, raunhæfar kröfur upp á við. Það er í lagi að tapa ef andstæðingurinn er einfaldlega betri, geta þín ekki næg andspænis vallaraðstæðum og/eða veðri. Ef slakur árangur er niðurstaðan og orsökin eitthvað sem við getum haft áhrif á: Slakt líkamlegt form, frávik frá skilgreindu leikskipulagi, sömu gömlu tæknifeilarnir að sýna sig, of mörg slök högg vegna æfingaleysis, „sjónvarps- högg“ sem kostar +3, ónógur tími í upphitun fyrir keppnishring – þá er Staffan fúll á móti, og reynir ekki að leyna því. Hann á það til að senda mjög stuttan og hnitmiðaðan tölvupóst um frammistöðu, æfingaskipu- lag eða hvaðeina á hans ábyrgðarsviði, tölvuskeyti sem brýndu. Ég man vel fyrstu sendingarnar sem ég fékk frá honum, það lá við að maður stæði upp og heilsaði að hermannasið og sagði „Yes Sir“ að lestri loknum. En með þessu komust skilaboðin beint og örugglega til skila; menn urðu bara að taka því hvort sem um neikvæð eða jákvæð skilaboð væri að ræða, hann leyndi engu, eins og ég sagði áðan, en væntingarnar alltaf uppi á borðinu. Staffan var fyrstur til að biðjast afsökunar ef hann gerði mistök og taka á sig ábyrgðina. Var þá sama hvort mistökin vörðuðu leikmann í tæknilegu breytingaferli eða árangur í móti vegna rangra ákvörðunar hans, hann gerði grein fyrir í hverju mistökin lægju, lærði af þeim og hélt áfram veginn – með ábyrgðina á bakinu. Staffan er gríðarlega skipulagður í öllu sem snýr að golfþjálfun. Það skilar sér afar vel í undirbúningi fyrir æfinga- og keppnisferðir, þar er hann flestum fremri. Eftir hverja æfingaferð eða keppni fá leikmenn yfirlits- blað um hvernig viðkomandi hefur staðið sig: Hvað var jákvætt og hvað þarf að bæta, og sem fyrr segir hvergi skafið af óþægilegum skoðunum – hver þarf svo sem að láta hlífa sér fyrir skoðunum manns sem þekkir leiðina upp á tindinn (?) – og afrit umsagnar að sjálfsögðu sent kennara viðkomandi leikmanns. Staffan er, eins og einhverja vonandi grunar, mjög ósérhlífinn og sparar sig ekki þegar álagið er mikið, hann hefur einlægan áhuga á að gera betur, að minnsta kosti aðeins betur. Áhugi leikmanna er sem vítamínsprauta í starfsánægju hans; gleymdi sér oftar en stundum í samræðum eða á æfingasvæðinu við áhugasama leikmenn um sveifluvísindin, en „skammt- aði“ þá upplýsingunum skynsamlega eftir getu og skilningi þeirra á viðfangsefninu. Í byrjun átti hann erfitt með að skilja þessa íslensku „síðustu stundu“ aðferð, enda vanur sænska skipulag- inu þar sem allt er ákveðið með minnst sex mánaða fyrirvara. Stundum sagði hann að þetta væri hvergi hægt í heiminum, að skipuleggja uppákomur með litl- um sem engum fyrirvara en góðum árangri, ja nema á Íslandi auðvitað. Undir lokin höfðum við mæst á miðri leið með íslensku og sænsku aðferðina, og þær jafnvel virkað betur saman en hvor í sínu lagi. Staffan er fyrrverandi framhaldsskólakennari. Hann er víðlesinn og mjög þægilegur í spjalli um heima og geima. Hann hefur til dæmis lesið allar bækur Arn- aldar Indriðasonar; Mýrin, bókin er betri en myndin, segir Staffan. Og stundum þegar við ferðumst saman hér á landi þá segir Staffan allt í einu að þessi staður, gata eða svæði hafi komið fyrir í bók sem hann hafði lesið. Áhugamál hans eru hestar og fuglaskoðun. Hestarnir tengjast eiginkonunni og dætrunum, þau eiga keppnishest sem yngsta dóttirin keppir á með góðum árangri. Fuglaáhugann hef ég orðið var við, það skiptir engu máli hvar við erum í heiminum, alltaf bendir hann til hægri eða vinstri og kastar fram tegundarheitum; verður stundum undrandi og áhuga- samur í senn þegar hann sér tegund sem óvænt er utan kjörlendis. Í haust fórum við á austfirðina, ókum suður fyrir og sáum álftir í hundraða tali á leiðinni. Allt í einu bað hann mig að stoppa, upp fór kíkirinn og út um gluggann, síðan brosti hann, eins og hann hefði orðið fyrir sérstöku láni, upplifað forréttindi, og nefndi latneskt heiti á álftategund sem hann hafði ekki séð áður á landinu. Stuttur fyrirlestur fylgdi – en ég man ekki lengur, ekki einu sinni hvort þrjár eða fimm álftategundir lifa á landinu, nema þær hafi verið tvær eða ein. Allavega, þar til þá hafði ég haldið að álft væri bara álft, annað slagið svanur en gæfi alltaf frá sér leiðinlegt og ljótt kvak. Svona dáist Staffan að fegurð landsins, í stóru sem smáu. Hann þolir ekki álver; Ísland á að vera hreint, segir hann, eins hreint og það getur verið á meðan önnur lönd farga náttúru sinni. Hann er mikill dýravinur og einlægur hvalafriðunar- sinni. Hann segir hvalina drepna, en ég í spaugi á móti að við séum að veiða fisk í matinn. Eitt af upphaflegu markmiðunum með ráðningu Staffans var að fjölga leikmönnum í áhugagolfi með alþjóðlega keppnisreynslu. Sem síðan var notaður sem kjarni í að skapa leikandi atvinnumenn sem skila mundi kylfingum á mótaröð Evróputúrsins. Þessi atburðarrás er staðreynd og grunnurinn til eflingar kylfinga með alþjóðlega reynslu í áhugamannagolfi traustari. Staffan hefur að sjálfsögðu aukið reynslu sína með starfinu í áhugamennskugeiranum hjá GSÍ, og að samanlagðri reynslunni úr heimi atvinnu- mennskunnar leyfi ég mér að fullyrða að enginn kenn- ari hafi jafn víðtæka reynslu og hann í dag. Samskipti Staffans við kennara annarra EM-liða hafa aukist jafnt og þétt sem og að stjórnendur alþjóðlegra móta sem koma til hans með umræður t.d. um uppsetningu valla í huga. Hér hef ég aðeins stiklað á stóru varðandi kynni mín af Staffan, en honum er sennilega best lýst með svarinu sem hann býður upp á þegar við erum erlendis og einhverjir spyrja hvaðan hann sé, þar sem við tölum ekki sama tungumálið, þá segir hann: Ég er Íslendingur. Ragnar Ólafsson rifjar upp kynni sín af Staffan Johansson: „Undir lokin höfðum við mæst á miðri leið með íslensku og sænsku aðferðina“ Staffan og Ragnar við áttundu braut Ekkjufellsvallar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Golf á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.