Golf á Íslandi - 01.12.2008, Side 63
63GOLF Á ÍSLANDI • DESEMBER 2008
skemmtilegt því þar eru kylfingar oft úti og spjalla sam-
an í góðu veðri og fylgjast með öðrum koma inn.
Nýju flatirnar eru stórar og mikið lagt upp úr góðri
staðsetningu á glompum og það hefur tekist. Bæði
sjást glompurnar vel og eru ágætasta hindrun fyrir
flesta. Margeir segir að mikil mótun hafi farið fram í
mýrlendinu og nutu menn þar mikillar jarðvegsmót-
unarkunnáttu og golfáhuga ýtustjórans Steindórs
Eiðssonar, en honum hefur oft verið lýst sem
töframanni þegar kemur að mótun golfvalla. Hann
hefur m.a. unnið við Korpúlfsstaðavöll, Hvaleyrarvöll,
Hellishóla, Vífilsstaðavöll og fleiri golfvelli.
Það er líklegt að félagar og gestir hafi fagnað þessari
viðbót í Öndverðarnesi sem hefur heppnast mjög vel.
Hér er viðbót vallarins hugsuð í stíl við gamla partinn
og með hliðsjón af félögum og gestum sem sækja
hann. Þar hafa bæði Haukadalsvöllur og Kiðjaberg
farið aðrar leiðir, báðir glæsilegir vellir en mun erfiðari
golfvellir.
Það verður enginn svikinn af því að sækja Öndverðar-
nesið heim því ekki einungis eru komnar níu nýjar flott-
ar golfholur heldur eru fyrir gamlar og góðar níu holur
sem eru orðnar „þroskaðri“ og betri með markvissari
umhirðu undanfarin ár.
Aðaldriffjaðrirnar í uppbyggingunni hafa verið Ólafur
Jónsson, formaður vallarnefndar, Guðmundur Hall-
steinsson, formaður og Örn Karlsson, framkvæmda-
stjóri. Fjölmargir félagsmenn hafa einnig lagt hönd á
plóginn bæði með fjárframlögum og sjálfboðavinnu.
Viðbótinni hefur verið vel fagnað af kylfingum og
jókst umferð um Öndverðarnesvöllinn til muna seinni
part sumars. Klúbburinn gat fjölgað þátttakendum
í stærstu golfmótum sínum um helming og fékk
völlurinn mjög góð meðmæli frá þeim sem þar léku,
prímusmótorum uppbyggingarinnar, Guðmundi
Hallsteinssyni, Erni Karlssyni og Ólafi Jónssyni til
mikllar gleði.
Múrarar sem hafa golf að áhugamáli eru fjölmargir
og hafa þeir lagt fram ómetanlega sjálfboðavinnu við
uppbyggingu vallarins. Öndverðarnesmenn eru ekki
hættir enn, því nú í vetur er unnið að stækkun golf-
skálans og á næsta ári verður haldið á Öndverðarnes-
velli Íslandsmót unglinga í holukeppni.
Séð yfir 7. brautina til hægri, 5. flötina og aðeins inn á 6. flöt á eldri hluta Öndverðarness.
Grímur Kolbeinsson púttar á hinni svakalegu 7. flöt.