Golf á Íslandi - 01.06.2016, Side 12

Golf á Íslandi - 01.06.2016, Side 12
Karl Gunnlaugsson hefur frá árinu 1985 leikið alla golfvelli landsins og alls hefur hinn 84 ára gamli kylfingur leikið 74 golfvelli á Íslandi. Karl hóf að leika golf árið 1984 þegar hann var 53 ára gamall og frá fyrsta höggi fékk hann mikinn áhuga á golfinu. Á dögunum brá Golf á Íslandi sér í heimsókn á Flúðir í blíðskaparveðri. Karl og eiginkona hans, Guðrún Sveinsdóttir, tóku gríðarlega vel á móti gestinum úr Reykjavík. Þar rifjaði Karl upp ýmsar skemmtilegar sögur frá golfferlinum sem virðist vera rétt að byrja. Karl tekur á móti blaðamanni í bílskúrnum sem er einnig merkilegt safn með munum úr golfíþróttinni. Á veggjunum hefur Karl komið fyrir golfboltasafni sínu sem er einstakt en þar er að finna rúmlega 1.500 golfbolta sem eru allir merktir með einhverjum hætti. „Ég byrjaði að safna boltum sem eru með fyrirtækjamerkjum eða einhverju slíku og smátt og smátt varð þetta mikið safn. Ég er enn að leita að slíkum boltum og þykir gaman að finna bolta sem ég á ekki í safninu,“ segir Karl en honum þykir vænt um bolta sem er með merki frá fyrirtæki á Grænlandi. „Það er ekki leikið golf á Grænlandi og mér þykir þetta merkilegur bolti af þeim sökum.“ Brautarholtsvöllurinn var lokaáfanginn á golfhringnum Frá árinu 1984 hefur Karl náð þeim einstaka áfanga að leika alla golfvelli sem eru til á Íslandi og einnig velli sem hafa verið lagðir niður á þeim tíma. Hann segir að ferðalag á Landsmót UMFÍ árið 1987 hafi markað upphafið á þessari „söfnun“. Karl lokaði golfhringnum um Ísland s.l. haust þegar hann lék Brautarholtsvöll á Kjalarnesi og var það 74. völlurinn sem Karl hefur leikið á hér á Íslandi. „Þegar ég áttaði mig á því að ég var búinn að spila það marga velli að ég gæti náð að leika þá alla fór ég að gera mér sérstakar ferðir til þess að safna völlum. Ég tók sem dæmi alla vellina á Vestfjörðunum í einni heimsókn þar sem við fórum í ferðalag með tjaldvagn. Það má segja að þetta hafi byrjað árið 1987 þegar ég var á Landsmóti UMFÍ á Húsavík. Þá fórum við hjónin eftir mótið í ferðalag um Norðurlandið og Austfirðina og ég lék á öllum völlum sem þar voru á þeim tíma. Við höfum farið víða, gist í tjaldvagninum, og ég hef safnað völlum á meðan Guðrún hefur fundið sér eitthvað annað að gera því hún hefur ekki haft áhuga á að leika golf,“ segir Karl. „Ég fór síðan á Landsmót +50 á Húsavík og í þeirri ferð bætti ég við nokkrum völlum sem ég hafði ekki leikið. Þar má nefna Vopnafjörð og Lundsvöll í Vaglaskógi. Ég lék einnig Silfurnesvöll á Hornafirði á ný en sá völlur er virkilega skemmtilegur eftir þær breytingar sem gerðar voru á honum fyrir nokkrum árum.“ Að mati Karls er Brautarholtsvöllur skemmtilegasti 9 holu völlur landsins og þar á eftir kemur Grænanesvöllur á Neskaupstað. „Völlur á Norðfirði er vel hirtur, skemmtilegur og í frábæru umhverfi. Ég hafði gríðarlega gaman af því að leika Brautarholtsvöllinn og ekki síst þar sem ég fékk oft að pútta af um 40 metra færi. Það eru ekki margir vellir með slíkar flatir.“ Hvassviðrið á Ólafsfirði eftirminnilegt Eins og áður segir eru vellirnir 74 sem Karl hefur leikið. Hann hefur ekki aðeins leikið velli sem eru innan raða GSÍ. „Það eru ekki allir á skrá sem ég hef leikið og má þar nefna völl við Búrfellsvirkjun og Sogsvirkjun, í Hraunborgum og Reykholtsdal. Ég náði að leika völlinn á Indriðastöðum í Skorradal áður en honum var lokað. Það leynast víða vellir sem vert er að skoða og leika. Það eina sem ég sé eftir núna er að ég náði ekki í merkta bolta frá þessum völlum og ég skrifaði ekki umsögn um vellina eftir að ég var búinn að leika þá. Það hefði verið gaman að skoða þær sögur núna.“ Veðrið stöðvar ekki Karl þegar kemur að golfíþróttinni og hann leikur nánast í öllum veðrum. Karl Gunnlaugsson safnar golfboltum og er með um 1500 merkta golfbolta í röð og reglu í bílskúrnum. Félagsmenn í GF tóku sig til og gáfu klúbbnum glæsileg steina úr stuðlabergi á hverja braut. Karl á 12. holuna og er afar stoltur af þessu verkefni félagsmanna 12 GOLF.IS - Golf á Íslandi „Keppnisskapið er enn til staðar“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147

x

Golf á Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.