Golf á Íslandi - 01.06.2016, Blaðsíða 30

Golf á Íslandi - 01.06.2016, Blaðsíða 30
Golf á Íslandi heyrði í Rósu þar sem stiklað var á stóru um starf klúbbsins og farið var yfir helstu verkefni næstu missera. „Starfið í Golfklúbbi Fjallabyggðar er öflugt og til marks um það þá voru 102 félagar skráðir í klúbbinn um síðustu áramót. Það verður að teljast gott. Á hverju ári er boðið upp á námskeið fyrir byrjendur og þá sem eru lengra komnir í golfíþróttinni og við reynum eftir fremsta megni að fá til okkar fleiri félaga,“ segir Rósa. Á upphafsárum GÓ kom klúbburinn sér upp sex holu velli í landi Bakka sem er í um 13 km fjarlægð frá Ólafsfirði. Þar var leikið golf í fimm ár til ársins 1973 þegar GÓ fékk landsvæði til umráða við bæinn Skeggjabrekku, fyrir ofan bæinn í austurátt. Þar hafa klúbbfélagar byggt upp afbragðs klúbbhús samhliða áhugaverðum 9 holu golfvelli. Íbúðarhúsið við Skeggjabrekku var illa farið eftir bruna þegar klúbbfélagar tóku við því á sínum tíma og fór nánast allur þeirra frítími í að endurbyggja það og gera það nothæft að nýju. Eftir að völlurinn var fluttur að Skeggjabrekku hófst nýtt tímabil í sögu klúbbsins á velli sem státar af óvenju skemmtilegu landslagi. Vallarstæðið er fjölbreytt og gott útsýni er af vellinum bæði til bæjarins og sjávar. Konurnar láta að sér kveða Rósa er ánægð með hlutfall kvenna í klúbbnum en um 30% félagsmanna eru konur. „Þetta hlutfall hefur aukist jafnt og þétt og það eru rúmlega 30 konur í klúbbnum sem er mjög mikið miðað við stærð klúbbsins. Á hverjum mánudegi er kvennagolf og þá hittumst við og eigum góða samverustund saman.“ Karlarnir eru einnig með sína föstu leikdaga en þeir koma saman á þriðjudögum. „Við erum með mótaröð fyrir félagsmenn sem fer fram á miðvikudögum og það eru nokkur opin golfmót yfir sumartímann. Það er nóg um að vera hjá okkur. Það er kraftmikill hópur heldri kylfinga í Golfklúbbi Fjalla­ byggðar sem hittist flesta morgna og leikur golf saman. Þeir spjalla síðan um heimsmálin yfir kaffibolla. Það er ávallt pláss fyrir fleiri kylfinga í morgunhópinn. Klúbburinn heldur úti æfingum fyrir yngri kylfinga yfir sumartímann 2–3 sinnum í viku. GFB tekur þátt í Norðurlandsmótaröð unglinga og eitt af fjórum mótum hvers sumars fer fram á Skeggjabrekkuvelli. Nýjar brautir í Skeggjabrekkudal Framkvæmdir við nýjar brautir á Skeggja­ brekkuvelli standa nú yfir en völlurinn er að sögn Rósu nokkuð dæmigerður landsbyggðarvöllur. „Landfræðilegar aðstæður gera það að verkum að Skeggjabrekkuvöllur kemur frekar seint undan snjó á vorin. Við getum ekki breytt því að Ólafsfjörður er á meðal nyrstu byggða á Íslandi. Völlurinn kemur venjulega undan snjó um mánaðamótin maí/júní. Grasið er oft iðagrænt þegar snjórinn fer af vellinum.“ Stefnt er að stækkun Skeggjabrekkuvallar til suðurs inn í Skeggjabrekkudal. „Í þeim áfanga verða gerðar fjórar nýjar brautir ásamt uppbyggingu púttflata og teiga. Gert er ráð fyrir æfingasvæði þar sem núverandi níunda braut er í dag. Þegar þessum kafla er lokið í framkvæmdum verður haldið áfram að byggja upp þær brautir sem eru í notkun á vellinum.“ Zach Johnson Kevin Kisner Jimmy Walker Rafa Cabrera-BelloBill HaasKevin Na 68 YEARS. ONE BALL. THE #1 BALL PLAYED AT THE U.S. OPEN® FOR 68 YEARS. Source: Darrell Survey. U.S. Open is a registered service mark of the United States Golf Association® and is used with the permission of the United States Golf Association. The USGA does not endorse or sponsor Titleist or its products in any way. Jordan Spieth Adam ScottRickie FowlerBubba Watson Henrik Stenson Louis Oosthuizen To be successful at the U.S. Open takes talent, precision and patience. It also demands a golf ball that provides exceptional distance, control and consistency. It’s especially true this year when players take on Oakmont Country Club, one of the most difficult courses in the world, with its tight fairways, hard and slick greens, and famous Church Pews bunker. And it’s why the overwhelming majority will rely on Titleist, just as they did when they played Oakmont in 1953, 1962, 1973, 1983, 1994 and 2007. And as they have in every U.S. Open for 68 consecutive years. 30 GOLF.IS - Golf á Íslandi Stórfenglegt útsýni til allra átta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147

x

Golf á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.