Golf á Íslandi - 01.06.2016, Blaðsíða 93
HVER Á SÉR FEGRA
FÖÐURLAND
„...með fjöll og dal og bláan sand,
með norðurljósa bjarmaband
og björk og lind í hlíð? ”
Ármúla 1 108 Reykjavík 575 2700 www.pixel.is
Umhverfisvæn
prentsmiðja
Maraþonbráðabani
Í flokki 17-18 ára drengja léku Henning Darri Þórðarson úr Keili og Arnór Snær
Guðmundsson úr GHD maraþonbráðabana um sigurinn. Þeir voru jafnir á +6
eftir 36 holur en fyrsta umferð keppninnar var felld niður vegna veðurs á
föstudeginum.
Þeir Henning og Arnór Snær hófu bráðabanann á 16. braut þar sem allt var
jafnt. Þeir léku síðan 17., 18., 16., 1., 2., 3., 4., 5., 6., og 7. braut. Arnór tryggði sér
loks sigur með fugli á 8. flöt. Ef rýnt er í sögubækur eru allar líkur á því að þessi
bráðabani sé sá lengsti í golfsögu Íslands. Lengsti bráðabani á atvinnumóti er 11
holur samkvæmt upplýsingum af Netinu og er þessi bráðabani þeirra Arnór og
Hennings því afar sérstakur.
Drengir
17-18 ára (30 keppendur).
1. Arnór Snær Guðmundsson, GHD (76-74) +6
2. Henning Darri Þórðarson, GK (78-72) +6
*Arnór sigraði á 12. holu í bráðabana.
3.-5. Andri Páll Ásgeirsson, GK (79-75) +10
3.-5. Aron Skúli Ingason, GM (80-74) +10
3.-5. Hlynur Bergsson, GKG (78-76) +10
15-16 ára (28 keppendur).
1. Ingvar Andri Magnússon, GR (75-65) -4
2. Daníel Ísak Steinarsson, GK (76-72) +4
3. Kristófer Karl Karlsson, GM (77-73) +6
14 ára og yngri (25 keppendur).
1. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG (72-71) -1
2. Dagbjartur Sigurbrandsson, GR (76-72) +4
3. Böðvar Bragi Pálsson, GR (78-75) +9
Stúlkur
17-18 ára (7 keppendur).
1. Eva Karen Björnsdóttir, GR (85-79) +20
2. Ólöf María Einarsdóttir, GM (89-77) +22
3. Saga Traustadóttir, GR (83-85) +24
15-16 ára (12 keppendur).
1. Alma Rún Ragnarsdóttir, GKG (88-78) +22
2. Zuzanna Korpak, GS (87-84) +27
3. Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir,
GHD (98-85) +39
14 ára og yngri (11 keppendur).
1. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (80-83) +19
2. Kinga Korpak, GS (85-80) +21
3. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA (84-86) +26
Útsýnið frá 9. teig er glæsilegt og hér slær
Skagamaðurinn Axel Fannar Elvarsson af teig.
Mynd:seth@golf.is
Verðlaunafhending í flokki 14 ára og yngri.
Frá vinstri, Guðrún Hólmsteinsdóttir frá
Íslandsbanka, Andrea, Eva og Úlfar Jónsson
landsliðsþjálfari. Á myndina vantar Kingu
Korpak.
Eva Karen
Björnsdóttir úr
GR slær hér úr
glomp við 8. flöt
á lokahringnum.
Mynd/seth@golf.is
Arnór Snær Guðmundsson
slær hér á 13. teig á loka
hringnum á Íslandsbanka
mótaröðinni á Hólmsvelli í
Leiru. Mynd:seth@golf.is
94 GOLF.IS - Golf á Íslandi
Íslandsbankamótaröðin