Golf á Íslandi - 01.06.2016, Blaðsíða 14
„Það var ekki alltaf gott veður þegar ég var að leika á
þessum völlum. Heimsóknin á Skeggjabrekkkuvöll í
Ólafsfirði var eftirminnileg. Þar misstum við næstum því
tjaldvagninn út á haf, hvassviðrið var gríðarlegt, en ég lék
völlinn og ég gleymi ekki þeirri heimsókn. Völlurinn er fínn
og ég væri alveg til í að fara þangað aftur í betra veðri.“
Halldór á Efra-Seli kveikti neistann
Karl sló sitt fyrsta golfhögg þegar hann var 53 ára og það var
Halldór Guðnason landeigandi Selsvallar á Flúðum sem sá
til þess að Karl kynntist þessari frábæru íþrótt.
„Hrafnhildur Eysteinsdóttir og Jónas Ragnarsson
tannlæknir hvöttu Halldór til þess að koma upp golfvelli
á landi Efra-Sels. Halldór féll alveg fyrir golfinu eftir að
þau Hrafnhildur og Jónas höfðu kynnt golfið fyrir honum.
Skömmu síðar hafði Halldór gert 6 holu völl á túnunum
hjá sér. Þegar ég hitti Halldór í réttum haustið 1984 hvatti
hann mig til þess að koma og prófa. Ég var tregur til, var
að drepast í bakinu á þessum tíma, en ég lét til leiðast. Það
þurfti ekki meira til en nokkur högg. Ég féll alveg fyrir
þessari íþrótt. Um vorið 1985 fórum við að spila saman og
ég sá það strax að það gengi ekkert að við værum tveir að
gutla í þessu. Við söfnuðum því liði, alls 12 manns, héldum
fund og stofnuðum Golfklúbbinn Flúðir. Ég var kjörinn
formaður og gegndi því embætti í 25 ár en þá ákvað ég að
hætta. Það hefur margt breyst, við vorum með litla rútu
sem golfskála fyrsta árið, en Halldór og Ásta (Ástríður
Guðný Daníelsdóttir) hafa byggt upp glæsilega aðstöðu
á Efra-Seli. Þar er nú skemmtilegur völlur og það eru um
250 félagsmenn í klúbbnum. Aðstaðan er góð í skálanum,
mikið pláss, gott viðmót og bestu flatbökur í heimi,“ segir
Karl sem vann sem vann við húsasmíðar í 25 ár áður en
hann hóf að rækta grænmeti á Flúðum með eiginkonu
sinni. Í dag hefur dóttir þeirra hjóna tekið við rekstrinum á
grænmetisframleiðslunni sem er við heimili þeirra hjóna í www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525
B Í L D S H Ö F Ð A 2 0
Meistarasveifla: Karl Gunnlaugsson
dúndraði þessum gula bolta langa vegalengd.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
7
5
5
7
7
Safnaðu áheitum á hlaupastyrkur.is
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er meira en bara íþróttakeppni;
það er líka tækifæri til að láta gott af sér leiða. Með því að safna
áheitum á hlaupastyrkur.is leggurðu góðu málefni lið og færð
svakalega hvatningu í kaupbæti. Skelltu þér með og taktu þátt
í stærstu fjáröflun landsins!
minaskorun.is #mínáskorun
„ÉG TEK ÞÁTT Í
STÆRSTU FJÁRÖFLUN
LANDSINS“
14 GOLF.IS - Golf á Íslandi
„Keppnisskapið er enn til staðar“