Golf á Íslandi - 01.06.2016, Blaðsíða 26

Golf á Íslandi - 01.06.2016, Blaðsíða 26
Nýtt gullaldartímabil fram undan? Það hafa fjölmargir Íslandsmeistarar komið úr röðum GS í gegnum tíðina. Þar ber hæst árangur Karenar Sævarsdóttur sem varð Íslandsmeistari átta sinnum í röð. Örn Ævar Hjartarson er sá síðasti úr röðum GS sem fagnað hefur Íslandsmeistaratitli en það gerði hann árið 2001 í Grafarholtinu. „Við vonum að nýtt gullaldartímabil sé fram undan hjá okkur í afreksstarfinu. Því er ekki að neita að það hefur ekki staðið undir væntingum undanfarin ár. Karen Guðnadóttir hefur verið mest áberandi og staðið sig mjög vel. Við höfum átt marga Íslandsmeistara í golfi og okkur langar að fá fleiri slíka. Það eru gríðarleg efni í barna- og unglingastarfinu hjá okkur. Þar má nefna systurnar Kingu Korpak og Suzönnu Korpak.“ Íslandsmótið í golfi fór fram á Hólmsvelli í Leiru árið 2011 og segir Jóhann að GS-ingar séu ávallt tilbúnir að taka við slíku verkefni. „Miðað við gæði vallarsins erum við ávallt reiðubúnir að taka Íslandsmótið að okkur og það væri heiður að fá mótið á ný, hvenær sem það verður. Við höfum náð að halda okkur réttu megin við núllið. Höfum ekki farið í fjárfestingar á undanförnum árum en framkvæmdir við fjórðu brautina munu kosta eitthvað. Einnig mun uppbygging á inniaðstöðu í haust kosta eitthvað en það er bara tilhlökkunarefni að takast á við þau verkefni. Við ætlum ekki að steypa okkur í skuldir og markmiðið er að fjármagna t.d. golfhermi með framlögum og styrkjum frá fyrirtækum og einstaklingum áður en græjan verður keypt. Langtímaskuldir GS hafa lækkað jafnt og þétt á undanförnum árum. Við teljum okkur vera á góðum stað með reksturinn, klúbburinn er ekki skuldlaus en við erum að lækka skuldir og eru með gott aðhald í rekstrinum,“ sagði Jóhann Páll. Karen Guðnadóttir úr GS hefur verið að gera góða hluti í keppnisgolfinu undanfarin ár. Ein sú efnilegasta: Kinga Korpak að keppa í sveitakeppninni síðasta sumar. Formaðurinn fékk að vera á pokanum hjá henni. Íslandsbankamótaröðin hófst í lok maí á Hólmsvelli. Hér má sjá keppendur á 10. flötinni. 26 GOLF.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147

x

Golf á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.