Golf á Íslandi - 01.06.2016, Side 38

Golf á Íslandi - 01.06.2016, Side 38
Forsvarsmenn GSÍ hafa á undanförnum árum unnið að því að fá verkefni fyrir íslenska dómara á stórmótum erlendis. Mikil gleðitíðindi bárust í vor í bréfi frá David Rickman hjá R&A í Skotlandi þar sem yfirmaður dómaramála hjá alþjóðasambandinu tilkynnti að Hörður Geirsson, alþjóðadómari, úr Golfklúbbnum Keili yrði einn af dómurum á Opna breska meistaramótinu. Hörður er fyrsti dómarinn frá Íslandi sem fær slíkt verkefni á einu af risamótunum fjórum í karlaflokki. Þorsteinn Svörfuður Stefánsson fór á sínum tíma og dæmdi í Solheim keppninni sem fór fram árið 2003 í Svíþjóð. Það ríkir mikil tilhlökkun hjá Herði að takast á við þetta verkefni sem verður án efa mikið ævintýri. Mótið í ár er það 145. í röðinni og í níunda skipti sem það fer fram á Royal Troon vellinum við Ayrshire á vesturströnd Skotlands. „Ég hef farið sem áhorfandi á Opna breska en ég sá mótið á Royal Birkdale árið 2008 í vonda veðrinu sem þar gekk yfir. Ég hef aldrei komið á Troon völlinn og þetta verður án efa mikil upplifun og það ríkir mikil tilhlökkun hjá mér. Mér líður eins og barni sem bíður eftir jólunum,“ segir Hörður við Golf á Íslandi en hann heldur til Skotlands mánudaginn 11. júlí. „Ég fer til Skotlands mánudaginn 11. júlí en mótið hefst fimmtudaginn 14. júlí og því lýkur sunnudaginn 17. júlí. Það er mikill undirbúningur sem fylgir þessu verkefni, ég þarf að kynna mér völlinn vel enda hef ég aldrei komið á Troon völlinn í Skotlandi.“ Mikill fjöldi dómarar eru til staðar á risamótunum fjórum og yfirleitt eru tveir dómarar sem fylgja hverjum ráshóp. „Eftir því sem ég veit best þá eru að jafnaði tveir dómarar með hverjum ráshópi. Það er einn sem gengur með ráshópnum og einn sem gengur talsvert á undan og reynir að vera staðsettur þar sem boltarnir lenda. Sá dómari getur þá metið stöðuna og undirbúið sig fyrir óvenjuleg atvik sem alltaf geta komið upp. Allt þetta er gert til þess að flýta leik.“ Hörður hefur á undanförnum árum farið reglulega á námskeið erlendis til þess að halda kunnáttu sinni á golfreglunum við. „Ég tók alþjóðaprófið árið 2008, úti í St. Andrews í Skotlandi. Frá þeim tíma hef ég farið sex sinnum í endurmenntun og tekið námskeið og próf í Bandaríkjunum. Ég hef sérstaklega reynt að fara þegar nýjar reglur og úrskurðir eru gefnir út. Síðast fór ég á slíkt námskeið í Atlanta í vetur og þessi námskeið hafa reynst mér vel,“ segir Hörður Geirsson alþjóðadómari. Eins og áður segir fer Opna breska fram í níunda sinn á Royal Troon. Bandarískir kylfingar hafa veirð sigursælir á þessum velli á þessu móti. Frá árinu 1962 hafa aðeins bandarískir kylfingar fagnað sigri á Royal Troon vellinum. – Alþjóðadómarinn Hörður Geirsson dæmir á Opna breska á Royal Troon 1923: Arthur Havers, England. 1950: Bobby Locke, Suður-Afríka. 1962: Arnold Palme, Bandaríkin. 1973: Tom Weiskopf, Bandaríkin. 1982: Tom Watson, Bandaríkin. 1989: Mark Calcavecchia, Bandaríkin. 1997: Justin Leonard, Bandaríkin. 2004: Todd Hamilton, Bandaríkin. „Þetta verður mikil upplifun“ ÞÍN ÚTIVIST ÞÍN ÁNÆGJA VERSLANIR ICEWEAR Netverslun www.icewear.is frí heimsending um allt land KÁRI | Flíspeysa Kr. 14.900 REYKJAVÍK AUSTURSTRÆTI 5 • VESTURGATA 4 • ÞINGHOLTSSTRÆTI 2-4 • LAUGAVEGUR 1 • LAUGAVEGUR 91 FÁKAFEN 9 OUTLET • GARÐABÆR MIÐHRAUN 4 • AKUREYRI HAFNARSTRÆTI 106 • VÍK Í MÝRDAL AUSTURVEGUR 20 38 GOLF.IS - Golf á Íslandi „Þetta verður mikil upplifun“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147

x

Golf á Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.