Golf á Íslandi - 01.06.2016, Page 44
Aron sló draumahöggið
Aron Skúli Ingason úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar
sló draumahöggið á Símamótinu á Eimskips
mótaröðinni. Aron setti boltann beint ofan í holuna
á lokahringnum á 15. braut á Hlíðavelli sem er
ein erfiðasta par 3 hola landsins. Hann sló með
fleygjárni og notaði Titleist ProV bolta. Aron hafði
aldrei áður upplifað þessa tilfinningu og hann var
afar sáttur þegar Golf á Íslandi smellti mynd af
honum rétt eftir að hann sló draumahöggið.
Fjölmenni var við 18. holu Hlíðavallar á
Símamótinu þegar lokaráshópur karla
lauk keppni á lokahringnum. Hér slær
sigurvegarinn Andri Þór Björnsson inn á
flötina af öryggi. Mynd:seth@golf
Lokastaða efstu kylfinga á
Símamótinu í karlaflokki:
1. Andri Þór Björnsson, GR (64-70-70) 204 högg -12
2. Magnús Lárusson, GJÓ (66-70-70) 206 högg -10
3. Þórður Rafn Gissurarson, GR (71-69-69) 209 högg -7
4. Ragnar Már Garðarsson, GKG (73-66-72) -5
5. Theodór Emil Karlsson, GM (70-68-75) -3
6.-8. Haraldur Franklín Magnús, GR (74-71-69) -2
6.-8. Rúnar Arnórsson, GK (69-75-70) -2
6.-8. Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG (68-71-75) -2
9. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR (70-73-72) -1
10. Kristján Þór Einarsson, GM (71-71-73) -1
11. Egill Ragnar Gunnarsson, GKG (69-72-74) -1
12. Ólafur Björn Loftsson, GKG (72-70-74) par 0
Sáttur: Aron Skúli Ingason sló
draumahöggið á Símamótinu á
Eimskipsmótaröðinni.
Mynd/seth@golf
Íslandsmeistarinn 2015 Þórður Rafn
Gissurarson úr GR lék á sínu fyrsta móti
frá því á Íslandsmótinu í fyrra. Mynd/seth@golf
BIG MAX
KERRUR OG POKAR
Í golfpokum leggur BIG MAX mikla
áherslu á góða vatnsvörn og flestir
pokarnir frá þeim eru algjörlega
vatnsheldir
Í kerrunum bjóðum við upp á tveggja, þriggja
og fjögurra hjóla kerrur ásamt kerrum fyrir
krakkana. Sú kerra sem hefur vakið hvað
mestum vinsældum er Blade+ kerran sem
fellur alveg einstaklega vel saman.
Fyrir 5 árum fundum við þetta merki og hófum sölu
á kerrum og pokum frá Big Max. Þetta örumerki
náði strax vinsældum meðal íslenskra kylfinga og
viðtökurnar hafa verið mjög góðar.
Við erum með gott úrval af kerrum, kerrupokum og
burðarpokum frá Big Max og flestir ættu að geta fundi
kerru og/eða poka við sitt hæfi.
Nánari upplýsingar um úrval og verð á golfskalinn.is
44 GOLF.IS - Golf á Íslandi
Eimskipsmótaröðin