Golf á Íslandi - 01.06.2016, Side 46
Guðrún Brá Björgvins
dóttir úr Keili fagnaði
sigri á Símamótinu á
Eimskipsmótaröðinni
sem fram fór á á Hlíðavelli
í Mosfellsbæ 3.-5. júní
s.l. Guðrún sigraði með
þriggja högga mun og
varði titilinn frá því í
fyrra þegar hún sigraði á
Símamótinu á sama velli.
„Þetta er fyrsta mótið hjá mér á þessu
tímabili hér á Íslandi og það var gott að fá
svona frábært veður og góðan völl. Mér
gekk ágætlega á þessu móti og gaman að
vinna. Markmið sumarsins eru mörg og
mikið um að vera, EM og Íslandsmótið eru
stærstu viðburðirnir og það er markmiðið
að standa sig vel á þessum mótum,“
sagði Guðrún Brá en hún háði harða
keppni við Heiðu Guðnadóttur úr GM á
lokahringnum.
Heiða fékk fugl á 14. holu á lokahringnum
og jafnaði þar með við Guðrúnu en Keilis
konan svaraði með fugli á 15. braut og leit
aldrei um öxl eftir það.
Guðrún Brá, sem er 22 ára gömul, fagnaði
þar með fjórða sigri sínum á Eimskips
mótaröðinni og öðrum sigrinum á Síma
mótinu. Guðrún Brá leikur með bandaríska
háskólaliðinu Fresno State í Kaliforníu.
Hún hefur einnig fagnað tveimur titlum
á Eimskipsmótaröðinni á Garðavelli á
Akranesi þar sem hún vann sinn fyrsta sigur
árið 2011 og endurtók leikinn árið 2013 á
sama velli.
Annað árið í röð lék Guðrún Brá hringina
þrjá á Hlíðavelli á +7 samtals en hún var
á nákvæmlega sama höggafjölda fyrir ári
síðan.
Lokastaða efstu kylfinga á Símamótinu í
kvennaflokki:
1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (73-74-76) 223 (+7)
2. Heiða Guðnadóttir, GM (76-70-80) (+10)
3. Helga Kristín Einarsdóttir, GK (81-72-77) 230 (+14)
4.-5. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (79-79-74) 232 (+16)
4.-5. Jódís Bóasdóttir, GK (76-80-76) 232 (+16)
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
/
A
ct
av
is
6
1
2
0
6
2
Of mikið sumar?
Notkun: Flynise inniheldur virka efnið deslóratadín 5 mg og er ætlað til að draga úr einkennum ofnæmisnefkvefs og ofsakláða. Lyfið veldur ekki
syfju. Skömmtun: Fullorðnir og börn 12 ára og eldri: 1 tafla á dag. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 12 ára. Töfluna má taka með eða án fæðu.
Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða hjálparefnum. Varúðarreglur: Flynise skal nota með varúð ef um er að ræða alvarlega skerta
nýrnastarfsemi. Notkun lyfsins er ekki ráðlögð á meðgöngu og/eða við brjóstagjöf. Aukaverkanir: Lyfið þolist almennt vel en eins og á við um
öll lyf geta komið fram aukaverkanir en það gerist þó ekki hjá öllum. Algengustu aukaverkanirnar umfram lyfleysu eru þreyta (1,2%), munn-
þurrkur (0,8%) og höfuðverkur (0,6%). Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist
því. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Markaðsleyfishafi: Actavis Group PTC ehf. Janúar 2016
Flynise – 24 klukkustunda virkni við ofnæmi
NÝTT LYF
VIÐ
OFNÆMI
– Guðrún Brá
varði titilinn
á Símamótinu
á Hlíðavelli
Fjórði titillinn
í höfn
Heiða Guðnadóttir úr
GM lék vel og endaði í
öðru sæti en hún hefur
titil að verja á KPMG-
bikarnum, Íslandsmótinu
í holukeppni. Mynd:seth@golf
Helga Kristín Einarsdóttir úr GK náði þriðja
sætinu á Símamótinu. Mynd:seth@golf
46 GOLF.IS - Golf á Íslandi
Eimskipsmótaröðin