Golf á Íslandi - 01.06.2016, Page 48
Það er sjaldan sem kylfingar
standa á eggsléttu undirlagi
þegar högg er slegið úti á
golfvellinum. Slík högg
eru krefjandi þáttur
í golfíþróttinni og
með markvissum
æfingum er hægt
að ná góðum
tökum á þeim. Golf
á Íslandi fékk Björn
Kristin Björnsson,
PGA-kennara hjá
Golfklúbbnum Keili, til
þess að gefa lesendum
nokkur góð ráð um þessi högg.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, afrekskylfingur úr
Keili, tók að sér að vera nemandinn í þessum
kennsluþætti og eru henni færðar þakkir fyrir.
Björn er 33 ára gamall og lauk námi úr
Golfkennaraskóla PGA og GSÍ árið 2012 en hefur
sinnt golfkennslu frá árinu 2009. Hann sér
um barna- og unglingastarfið hjá Keili ásamt
Björgvini Sigurbergssyni íþróttastjóra, kennir
nýliðum og er með námskeið og einkakennslu.
Björn kenndi um tveggja ára skeið í Þýskalandi,
var hjá Golfklúbbi Grindavíkur í eitt sumar og
hóf störf hjá Keili í lok ársins 2013.
PGA
golfk e n n sl a
Slegið úr
mismunandi halla
– markvissar æfingar
skila árangri KOMDU KÚLUNNI Á GOTT FLUG UM ALLT LAND FLUGFELAG.IS
NÁÐU GÓÐU FLUGI
FLUGFÉLAG ÍSLANDS MÆLIR MEÐ ÞVÍ AÐ LEIKA GOLF Í HLÝJUM
FAÐMI SUMARSINS. Fjölgaðu góðu dögunum á vellinum. Taktu hring á
Jaðarsvelli á Akureyri, Tungudalsvelli á Ísafirði, Ekkjufellsvelli á Egilsstöðum
eða Grafarholtsvelli í Reykjavík.
BÓKAÐU NÚNA Á FLUGFELAG.IS eða hafðu samband í síma 570 3030
AKUREYRI
JAÐARSVÖLLUR
Leiktu golf í blíðunni á einum þekktasta
golfvelli landsins. Kylfingar fljúga utan úr
heimi til að leika allar 18 holurnar undir
íslenskri miðnætursól á Jaðarsvelli.
REYKJAVÍK
GRAFARHOLTSVÖLLUR
Þessi gamalgróni völlur er elsti golfvöllur
á Íslandi, opnaður 1963. Þar hafa verið haldin
alþjóðleg mót enda aðstaðan góð, náttúran
hrífandi og fallegt útsýni yfir borgina.
EGILSSTAÐIR
EKKJUFELLSVÖLLUR
Aðeins 3 km frá bænum á Fellunum norðan
við Lagarfljótið er Ekkjufellsvöllur. Krefjandi 9
holu völlur á þremur hæðum í klettabelti sem
gera hann einstakan og skemmtilegan að spila.
ÍSAFJÖRÐUR
TUNGUDALSVÖLLUR
Skemmtilegur 9 holu völlur í útivistar-
paradís Ísfirðinga. Ægifagurt landslag
skapar glæsilega umgjörð og veðursæld
á Tungudalsvelli í faðmi vestfirskra fjalla.
GOLF.IS - Golf á Íslandi
PGA golfkennsla48