Golf á Íslandi - 01.06.2016, Qupperneq 85
Hvort sem þú vilt öryggi, sparneytni og lipurð í borgarsnúningana eða
þægindi, rými og útsýni í skoðunarferðina þá er Honda CR-V fyrir þig.
Bættu við hagstæðu verði og 5-stjörnu öryggi og þú sérð heildarmynd
hagkvæma borgarjeppans sem hefur rakað að sér verðlaunum í öllum
heimsálfum. Heildarmyndin endurspeglast í háu endursöluverði og
verðlaunum sem áreiðanlegasti bílaframleiðandi heims í tæp 10 ár í röð.
Vatnagörðum 24-26 • 104 Reykjavík • Sími 520 1100 • www.bernhard.iswww.honda.is
Umboðsaðilar: Reykjanesbæ, Bernhard, sími 421 7800 • Akranesi, Bílver, sími 431 1985 • Akureyri, Höldur, sími 461 6020 • Vestmannaeyjum, Bragginn, sími 481 1535
Sigurvegarinn: Andri Þór Björnsson
horfir hér á eftir upphafshögginu á
18. teig á Strandarvelli. Mynd/seth@golf
Andri Þór Björnsson kann vel við sig í vorveðrinu á Íslandi. GR-ingurinn
fagnaði öruggum sigri á Egils Gull mótinu á Eimskipsmótaröðinni sem fram
fór á Strandarvelli á Hellu. Andri varði þar með titilinn á Egils Gull mótinu
en hann sigraði á fyrstu tveimur mótunum á Eimskipsmótaröðinni fyrir ári
síðan.
Öryggið skein af Andra Þór á Strandarvelli
þar sem hann gerði fá mistök og lék samtals
á fimm höggum undir pari á 54 holum. Skor
Andra Þórs er gott í sögulegu samhengi.
Félagi hans úr GR, Haraldur Franklín
Magnús, lék á -7 á 72 holum á Strandarvelli
þegar hann fagnaði Íslandsmeistaratitlinum
árið 2012 og lauk þar með 27 ára bið GR
eftir Íslandsmeistaratitli í karlaflokki.
Andri Þór var í efsta sæti alla þrjá keppnis
dagana en hann deildi efsta sætinu eftir
fyrsta hringinn með efnilegum kylfing
úr GK, Daníel Ísak Steinarssyni, sem lék
einnig á -4 fyrsta daginn.
Atvinnumennska í golfi er næst á dagskrá
hjá Andra Þór en hann lauk námi í banda
ríska háskólanum Nicholls State um síðustu
áramót. Hann æfði af krafti í vetur og vor
á Spáni og er stefnan sett á úrtökumót fyrir
Evrópumótaröðina í haust.
Andri vildi koma á framfæri þökkum til
þeirra sem hafa stutt vel við bakið á honum
á undanförnum misserum. „Golfklúbbur
Reykjavíkur, þjálfararnir mínir, Ingi Rúnar
Gíslason, Arnór Ingi Finnbjörnsson,
aðstoðarmenn og aðrir fá miklar þakkir
fyrir stuðninginn sem ég hef fengið. Ég lék
stöðugt golf, fékk nokkra fugla og lenti varla
í vandræðum. Ég fór í þetta mót til þess að
vinna eins og öll önnur mót,“ sagði Andri
Þór Björnsson en sigurinn á Hellu var sá
fjórði á Eimskipsmótaröðinni hjá honum.
– GR-ingurinn varði titilinn á Egils Gull mótinu
Yfirvegaður: Ragnar Már Garðarsson,
GKG, slær hér upphafshöggið á 16. teig á
Strandarvelli. Mynd/seth@golf
86 GOLF.IS - Golf á Íslandi
Eimskipsmótaröðin