Golf á Íslandi - 01.06.2016, Side 97
Hver er ástæðan fyrir því að þú ert í
golfi? „Öll fjölskyldan mín stundar þessa
íþrótt, ég var farinn að sveifla kylfu tveggja
ára gamall og hef ekki stoppað síðan. Þetta
er geggjað sport.“
Hvað er skemmtilegast við golfið?
„Þegar allt gengur upp og maður sér
forgjöfina lækka, það er góð tilfinning.“
Framtíðardraumarnir í golfinu?
„Komast í háskólagolfið.“
Hver er styrkleikinn þinn í golfi?
„Góður með járnum og í teighöggunum, ég
er frekar högglangur miðað við aldur.“
Hvað þarftu að laga í þínum leik?
„Stutta spilið og púttin, þó aðallega púttin.“
Hvað er það eftirminnilegasta sem
hefur gerst hjá þér í golfi?
„Það var í sveitakeppninni á Hellishólum
á móti GK. Ég lenti á móti Henning Darra
Þórðarsyni sem er þremur árum eldri en ég.
Eftir 12 holur var ég fjórar holur niður en ég
vann hann á 17.“
Hvert er vandræðalegasta atvikið á
golfvellinum hjá þér?
„Man ekki eftir neinu.“
Draumaráshópurinn?
„Michael Jordan, Rickie Fowler og Tiger
Woods.“
Uppáhaldsgolfvöllurinn og hvers
vegna? „Brautaholtið. Af því hann er með
geggjað umhverfi, geðveik grín og flott
„layout“.“
Hvaða þrjár golfholur eru í uppáhaldi
hjá þér og hvers vegna? „Fyrsta holan á
Brautarholti. Grínið er krefjandi og maður
þarf virkilega að hugsa í öðru höggi. Þriðja
holan á Suðurnesjum, þar er flott útsýni
og teighöggið er mjög krefjandi. Átjánda
holan í Mosó, skemmtileg lokahola og það
er geggjuð tilfinning þegar brekkan er full af
áhorfendum.“
Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan
golf? „Handbolta.“
Í hvaða skóla og bekk ertu?
„Varmárskóla, í 9. bekk.“
Staðreyndir:
Nafn: Kristófer Karl Karlsson.
Aldur: Verð 15 ára í september.
Forgjöf: 3,4.
Uppáhaldsmatur: Heimagerð pítsa hjá múttu.
Uppáhaldsdrykkur: Sódavatn.
Uppáhaldskylfa: 8-járn.
Ég hlusta á: Nánast allt.
Besta skor í golfi: -4 án skolla á Korpunni.
Rory McIlroy, Tiger Woods eða Jordan Spieth? Jordan Spieth.
Besta vefsíðan: kylfingur.vf.is
Besta blaðið: Golfmos og Golf á Íslandi.
Hvað óttast þú mest í golfinu: Ekkert.
Dræver: Cobra Fly-Z+.
Brautartré: Cobra Fly-Z+.
Blendingur: Cobra Fly-Z.
Járn: Cobra Fly-Z+.
Fleygjárn: Cobra Tour Trusty.
Pútter: X5 Scotty Cameron.
Hanski: Titleist Perma soft.
Skór: Svartir og rauðir Fj DNA og Fj
Street.
Golfpoki: Titleist burðapoki.
Kerra: Clicgear 3,5.
Kristófer Karl
Karlsson dúndrar
golfboltanum
langt og spilar
einnig handbolta
Golf er
geggjað
sport
Hraðaspurningar:
98 GOLF.IS - Golf á Íslandi
Golf er geggjað sport