Golf á Íslandi - 01.06.2016, Blaðsíða 111
ÍS
LE
N
SK
A/
SI
A.
IS
/L
E
X
8
01
73
0
6/
16
Nýr RX 450h
Fáguð hönnun Lexus RX 450h tvinnar
saman formfegurð og háþróaða tækni í
sportjeppa sem grípur augað. Lifðu þig
inn í akstur sem umbreytir hugmyndum
þínum um lúxus og gæði.
lexus.is
Lexus-Ísland | Kauptúni 6 | Garðabæ | Sími: 570 5400
Fáir vissu hver Danny Willett var áður en hann
fagnaði óvæntum sigri á Masters-mótinu á Augusta-
vellinum í Georgíu í apríl s.l. Hinn 28 ára gamli enski
kylfingur er prestssonur frá Sunderland. Hann fékk
230 milljónir kr. í verðlaunafé fyrir sigurinn og það
ætti að duga fyrir salti í grautinn næstu árin.
Willett er fyrsti enski kylfingurinn sem
klæðist græna sigurjakkanum á Masters frá
árinu 1996 þegar Nick Faldo sigraði. Hann
sýndi mikinn styrk á lokahringnum þar
sem hann lék á 67 höggum og sigraði með
þriggja högga mun.
Í aðdraganda Masters-mótsins hafði Willett
í nógu að snúast þar sem hann átti von
á sínu fyrsta barni með eiginkonu sinni,
Nicole. Tólf dögum fyrir mótið kom
sonurinn Zachariah í heiminn og Willett
mætti því frekar afslappaður til leiks á
Masters. Willett hafði áður ákveðið að fara
ekki í mótið ef barnið væri ekki komið í
heiminn áður en mótið hæfist.
Willett byrjaði í golfi sem barn þar sem
hann sló golfbolta á blautum túnum í Wales
í sumarleyfum fjölskyldunnar.
„Æskuárin mín voru mjög venjuleg og
golfíþróttin var nánast aldrei nefnd á nafn
hjá foreldrum mínum. Ég er þakklátur
fyrir að þau leyfðu mér bara að velja þetta
sjálfur. Ég hef séð of marga foreldra þröngva
börnunum sínum í íþróttir sem eru þeim
að skapi og það er niðurdrepandi að sjá
slíkt. Ég hef fengið aðstoð frá mörgum
íþróttasálfræðingum en sá besti er faðir
minn. Það sem hann segir er svo einfalt og
hann brýtur þetta niður í að gera hlutina
rétt eða rangt,“ segir Willett. Hann stundaði
margar íþróttir sem barn en það var eldri
bróðir hans sem vakti áhuga Danny á
golfíþróttinni.
„Ég varð að finna einhverja íþrótt þar sem
ég átti möguleika á að vinna Danny, en það
stóð ekki lengi yfir,“ segir Peter Willett,
eldri bróðir Dannys.
Presturinn laug um
fjarvistir sonarins
Steve Willett, faðir Dannys, er þokkalegur
í golfi en hann ýtti aldrei á soninn að
æfa íþróttina. Það gerðist af sjálfu sér
og presturinn gerði það sem hann gat
til þess að aðstoða son sinn. Á hverjum
miðvikudegi keyrði Steve son sinn á
golfvöllinn þar sem hann skildi Danny
eftir og sótti hann um kvöldið. „Ég fékk að
Gríðarlegar tekjur
Sigurinn á Masters tryggir Danny Willett í það
minnsta 2 milljarða kr. í tekjur af allskyns samstarfs–
og auglýsingatekjum. Umboðsmaður hans er hinn
þekkti Andrew „Chubby“ Chandler sem er með marga
þekkta íþróttamenn á sínum snærum. Þar má nefna
Lee Westwood, Ernie Els, Graeme McDowell, Charl
Schwartzel, Darren Clarke og Louis Oosthuizen.
Sænski fáninn á boltanum
Danny Willett leikur ávallt með golfbolta með sænska fánanum.
Það er móður hans til heiðurs en Elisabet Willett er sænsk.
Græni jakkinn: Danny
Willett fékk græna
jakkann á Masters
2016 en það var Jordan
Spieth sem klæddi
enska kylfinginn í
jakkann. Mynd/Golfsupport
112 GOLF.IS - Golf á Íslandi
Hver er Danny Willett?