Golf á Íslandi - 01.06.2016, Blaðsíða 113
skrópa í skólanum á þessum dögum og faðir minn skrifaði bréf sem
hann fór með í skólann til þess að útskýra fjarveru mína. Hann var
nokkuð góður í því að finna nýjar afsakanir í hverri einustu viku,“
segir Danny sem fékk sitt fyrsta golfsett þegar hann var níu ára
gamall. Notað sett sem kostaði minna en 5.000 kr.
Paul Lovell, PGA-kennari hjá Llangefni Golf Club, var fyrsti
þjálfari Dannys Willett. „Hann var með hæfileika, það leyndi
sér ekki, og hann var öðruvísi en jafnaldrar hans. Börn eiga
í erfiðleikum með að einbeita sér en Danny gat einbeitt sér
að verkefninu. Eldmóðurinn skein í gegn og hann elskaði
golfíþróttina,“ segir Paul.
Fljótlega fór Danny Willett að hafa betur gegn bræðrum sínum
og 12 ára gamall sló hann lengri teighögg en faðir hans. Danny
varð fljótlega þekktur fyrir hæfileika sína í nærumhverfinu og náði
góðum árangri á golfmótum. Hann fékk skólastyrk hjá Jacksonville
State University háskólanum í Bandaríkjunum. Willett var besti
áhugamaður heims tvítugur að aldri og hann gerðist atvinnumaður
árið 2008.
Frá þeim tíma hefur hann sigraði á fimm mótum á Evrópumóta
röðinni en sigur hans á Masters var jafnframt fyrsti sigur hans á
PGA-mótaröðinni. Og að sjálfsögðu fyrsti sigur hans á risamóti.
Þeir bestu velja TaylorMade
www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525
B Í L D S H Ö F Ð A 2 0
Staða efstu kylfinga á Masters 2016
1. Danny Willett, England 283 högg (70-74-72-67) -5
2.-3. Jordan Spieth, Bandaríkin 286 högg (66-74-73-73) -2
2.-3. Lee Westwood, England 286 högg (71-75-71-69) -2
4.-6. Dustin Johnson, Bandaríkin 287 högg (73-71-72-71) -1
4.-6. J.B. Holmes, Bandaríkin 287 högg (72-73-74-68) -1
4.-6. Paul Casey, Bandaríkin 287 högg (69-77-74-67) -1
Vinsæll: Danny Willett var vinsæll á
Players meistaramótinu þar sem hann
hafði í nógu að snúast við að skrifa nafn
sitt á flögg frá Augusta vellin.um.
114 GOLF.IS - Golf á Íslandi
Hver er Danny Willett?