Golf á Íslandi - 01.06.2016, Page 115

Golf á Íslandi - 01.06.2016, Page 115
POWER BUG RAFMAGNSKERRAN PowerBug er sennilega vinsælasta rafmagnskerran á Íslandi síðustu þrjú árin. Hún hefur allt sem góð rafmagnskerra þarf að bjóða upp á. Hún er sterk og létt með lágri bilanatíðni og lithium rafhlöðu sem vegur bara 1 kg og dugar minnst 27 holur á hleðslunni. Hægt er að senda hana 10-50 metra áfram á eigin vegum. Fáanleg svört og hvít. Verð 157.000 kr (149.150 kr til eldri kylfinga) Helga Kristín Gunnarsdóttir slær hér af teig á Strandarvelli á Hellu og er án efa með þriggja laga keppnisbolta. Gríðarlegt úrval er af golfboltum á markaðnum í dag. Margir kylfingar eiga erfitt með að átta sig á því hvaða bolta þeir eigi að nota. Sumir nota bara það sem þeir finna á vellinum og ekkert að því. Það eru nokkrar þumalputtareglur í þessum bransa og hér er stiklað á stóru um þær. Fyrir þá sem eru með háa forgjöf skiptir val á bolta ekki öllu máli. Ef fólki líkar við einhverja tegund ætti það bara að halda áfram að nota þann bolta. Eftir því sem forgjöfin lækkar og kylfing­ urinn verður betri fer boltavalið að skipta verulegu máli. Sumir boltar eru hannaðir til þess að fara eins langt og hægt er. Aðrir boltar eru hannaðir með það í huga að gefa góða svörun eða tilfinningu í kylfuhausinn þegar höggið ríður af. Sumir boltar eru hannaðir til þess að það sé auðvelt að fá baksnúning og boltinn stöðvast því fyrr á flötinni. Allir þessi þættir skipta máli við val á hentugum bolta. Eitt af því sem gott er að vita er hvernig boltinn er samsettur. Algengasta tegundin er úr tveimur lögum, þar sem innri kjarni er húðaður með ytra lagi. Slíkir boltar eru hannaðir til þess að fljúga langt. Helsti munurinn á golfboltum sem eru ódýrir og þeim sem eru dýrari er efnið sem notað er í ysta lagið á boltunum. Ódýrari boltarnir eru húðaðir með surlyn­ plastefni sem hefur þá kosti að endast vel og þola mikið hnjask. Slíkir golfboltar eru endingargóðir. Golfboltar af dýrari gerðinni eru í það minnsta með þrefalt ytra lag sem er gert úr mjúku urethane gúmmíefni. Boltar af slíkri gerð grípa mun betur í grófirnar á kylfuhausnum. Ný og skörp fleygjárn eiga það til að rífa upp efnið þegar slegið er með slíkum bolta. Endingin er því ekki eins góð miðað við tveggja laga boltann. Það eru til gerðir af boltum sem eru með fjórfalt og jafnvel fimmfalt ytra lag af urethane gúmmíefni. Ef þú finnur bolta, prófaðu að bíta létt í ysta lagið. Ef það gefur aðeins eftir er líklegt að boltinn sé með þrefalt lag eða meira. Ef það gefur ekkert eftir er líklegt að boltinn sé tveggja laga. – eru þeir ekki allir eins? Golfboltar 116 GOLF.IS
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147

x

Golf á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.