Golf á Íslandi - 01.06.2016, Page 139

Golf á Íslandi - 01.06.2016, Page 139
Það er óhætt að segja að Ryder-andinn svífi yfir vötnum á Belfry golfsvæðinu á Englandi. Kannski engin furða þar sem þetta stærsta golfmót heims hefur fjórum sinnum verið haldið á Brabazon- vellinum á Belfry. Ekki er langt síðan að íslenskir kylfingar fóru að leggja leið sína þangað í allnokkrum mæli. Helsta ástæðan er sú að Belfry er í næsta nágrenni við Birmingham-flugvöll en Icelandair hóf áætlunarflug þangað vorið 2015. Að sögn Jóhanns P. Guðjónssonar hjá GB-ferðum var Belfry vinsælasti golfáfangastaðurinn hjá þeim vorið 2016. Belfry er alvöru golfstaður með þremur golfvöllum. Derby er þeirra stystur en er þó fínasti golfvöllur. Hinir tveir eru PGA og hinn heimsþekkti Brabazon. PGA-völlurinn er strandvöllur inni í miðju landi og virkilega flottur. Mörg stór golfmót hafa verið haldin á honum, m.a. tvö á Evrópumótaröðinni. Vegur PGA- vallarins hefur vaxið á undanförnum árum enda býður hann upp á flest það besta í strandvallagolfi þótt langt sé í næstu strönd. Flatir eru mjög stórar og það þarf lagni með pútterinn því landslagið er mikið og svo eru glompur alls staðar á vellinum! Brabazon er þó aðalvöllurinn á Belfry. Fjórar Ryder-keppnir segja allt um það en einnig hafa mót á Evrópumótaröðinni verið haldin á vellinum. Völlurinn er frábær og hvergi veikan blett að finna. Hann heldur kylfingum á tánum allan tímann og þótt 10. og 18. brautin séu langþekktustu holur vallarins þá eru margar fleiri magnaðar. Á fyrri níu holunum má nefna 3., 7. og 9., að ógleymdri 6. braut. Hún er glæsileg og erfið, þar reynir á að hitta braut og svo flöt með risastóra vatnstorfæru á vinstri hönd alla leið. Á 10. teig eftir stutt te-stopp í „halfway house“ tekur við ein sögufrægasta golfhola heims. Tíunda brautin er stutt par 4, aðeins rúmir 200 metrar en býður upp í villtan dans. Spænska goðsögnin Seve Ballesteros gerði þessa braut heimsfræga þegar hann sló inn á flöt í upphafshögginu á Ryder- bikarnum 1985. Það þótti meira afrek fyrir nokkrum áratugum þegar menn voru með trédrævera í settinu. En auðvitað fór Seve létt með það. Brautin er alvöru „þriller“ hvort sem kylfingar hafa getu til að láta vaða með stóra prikinu eða leggja upp fyrir stutt innáhögg. Langflestir leggja upp og telja áhættuna ekki þess virði því vandræði eru á alla kanta ef upphafshöggið fer ekki rétta leið. Ef kylfingar fara ekki illa á þeirri tíundu þarf samt að halda einbeitingu því næstu holur Belfry býður upp í Ryder-dans – Íslendingar taka Belfry með trompi Átjánda brautin á Brabazon er ein glæsilegasta lokabraut í heimi, löng og erfið. Páll Ketilsson heimsótti Belfry ásamt kylfingum úr GS. 140 GOLF.IS - Golf á Íslandi Belfry býður upp í Ryder-dans
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147

x

Golf á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.