Golf á Íslandi - 01.06.2016, Page 145
OKKAR
VÖLLUR
ER 80
ÞÚSUND
HOLUR
Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is
Framkvæmdir við nýju íþróttamiðstöðina
hófust fyrir rétt rúmlega ári síðan.
Íþróttamiðstöðin, sem er 1400 fermetrar,
var reist þar sem gamla félagsaðstaða
GKG var staðsett. Það húsnæði var fyrir
löngu sprungið en um var að ræða gamlan
söluskála sem var áður á Selfossi og var
keyptur af GKG vorið 1990.
Á efri hæðinni er glæsilegur veitingasalur,
skrifstofur starfsmanna, verslun og móttaka.
Á neðri hæðinni er fullkomin æfinga– og
kennsluaðstaða og er þar að finna m.a.
búningsaðstöðu, Trackman-svæði þar sem
fjögur slík tæki eru til staðar, stóra púttflöt
og aðstöðu fyrir aðrar æfingar sem tengjast
golfíþróttinni.
Það var byggingaverktakinn GG verk sem
sá um framkvæmdirnar og stóðust allar
áætlanir sem gerðar voru, hvað varðar
tíma og fjármagn. Kostnaðaráætlun við
heildarverkið er 660 milljónir og greiða
Kópavogur, Garðabær og GKG sinn
þriðjunginn hver.
Golfskálinn býður golfklúbbum og fyrirtækjum
upp á úrval af sérmerktum vörum. Við merkjum
golfbolta, tí, flatargafla, handklæði, boltamerki,
skorkortaveski og margt fleira.
Nánari upplýsingar um
úrval og verð hjá
hans@golfskalinn.is
SPEQ kylfurnar eru með mismunandi stífleika í
sköftum sem hæfa styrk og sveifluhraða barna og
unglinga. Einnig fáanlegt fyrir örvhenta. Pokarnir
koma í 4 litum í öllum stærðarflokkunum. Við
bjóðum einnig upp á tveggja- og þriggja hjóla
kerrur fyrir krakka.
ERT ÞÚ EKKI VEL MERKTUR?
Eva María Gestsdóttir var ánægð
með nýju aðstöðuna.
Menntamálaráðherra,
Illugi Gunnarsson, lék
frumsamið lag á nýtt
píanó sem góðvinir
GKG gáfu klúbbnum í
tilefni opnunarinnar.
Verslunin og mótttakan
í GKG er glæsileg.
146 GOLF.IS - Golf á Íslandi
Gleðistund hjá GKG