Skák - 15.01.1947, Blaðsíða 6

Skák - 15.01.1947, Blaðsíða 6
Ásmundur Ásgeirsson skákmeisfari BsSonds 1946 Einvígið um titilinn „skákmcistari íslands 1946“ hófst þann 27. október að Þórskaffi í Reykjavík. Það var annað einvígið um skák- meistaratitil íslands, en hið fyrra fór fram árið 1944 milli þeirra Asmundar Asgeirs- sonar og Baldurs Möller. Því lauk eins og kunnugt er með sigri Ásmundar. Asmundur varði nú titil sinn fyrir Guð- mundi Ágústssyni, en hann varð efstur ásamt Guðmundi S. Guðmundssyni í landsliðs- keppninni, er fór fram í febrúar og marz 1946. Lög Skáksambands Islands mæla svo fyrir, að efsti eða næstefsti maður í landsliðs- keppni ár hvert hafi réttindi, til þess að tefla um titilinn „skákmeistari Islands“. Að þessu sinni afsalaði Guðmundur S. Guðmundsson að nota rétt sinn til keppn- innar, en þeim réttindum hafnaði hann einn- ig árið 1945. Guðmundur Ágústsson skoraði á Ásmund Ásgeirsson í marz 1946. Um titilinn voru tefldar tíu skákir os hafði Asmundur hvítt í fyrstu skákinni. Ein- víginu lauk þann 29. nóvember með sigri Ásmundar. Ásmundur vann fyrstu, þriðju og tíundu skákina, enGuðmundur vann aðra skákina. Skákir nr. 4, 5, 6, 7, 8 og 9 urðu jafntefli. Ásmundur Ásgeirsson varð því skákmeist- ari Islands fyrir árið 1946. Ásmundur hefur unnið þennan titil fjórum sinnum áður, þ. e. 2 SKÁK Guðmundur Agústsson árin 1931, 1933, 1934 og 1944. Skákmeistari Reykjavíkur var hann árin 1930, 1932 og 1940. Ásmundur Ásgeirsson er fæddur árið 1906. Hann er mikilhæfur skákmaður, hefur tefit fyrir ísland á eftirgreindum alþjóðamótum:

x

Skák

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.