Skák - 15.01.1947, Blaðsíða 10
SKÁKÞING ÍSLENDINGA 1946.
Meistaraflokkur.
1 2 . 1 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 Vinn. Röð
1. Páll Hannesson . — 1 i 3 0 Zl 1 0 54 1 4 9
2. Sturla Pétursson 0 — 1 54 54 1 54 0 1 4/ 5
3. Gunnar Olafsson 1 - 0 0 0 1 0 1 1 4 7
4. Árni Stefánsson 1 1 — 1 1 0 54 0 1 5/2 4
5. Kristján Sylveríusson ■ '/2 o : l — 54 1 0 0 1 4 6
6. Hannes Arnórsson 14 : l z — 54 0 >/2 0 1 4 8
7. Bjarni Magnússon 54 0 '/2 — 1 54 0 1 0 3/2 11
8. Oli Valdimarsson 0 0 0 0 0 — 0 1 1 2 12
9. Jón Kristjánsson 1 1 1 1 54 — 1 0 54 6 3
10. Pétur Guðmundsson 0 K 1 1 0 — 0 54 1 4 10
11. Benóný Benediktsson ‘/2 !4 1 1 0 1 — 1 1 6 2
12. Hjálmar Theódórsson 1 1 1 1 /2 1 0 — 1 6/2 1
13. Jón Ágústsson . 14 0 0 0 0 54 0 — 1 2 13
14. 0 0 0 0 0 0 0 0 —
Teflt var eftir Mourad-kerfi alis átta umferðir. Ath. þar sem 14. keppandinn tók
ekki þátt í keppninni, fengu allir hinir átta keppendur, sem áttu að tefla á
móti nr. 14 vinning.
Áðalfundur
Skáksambands íslands
fór fram að Þórskaffi í Reykjavík sunnu-
daginn 8. desember. Fund þennan, er var
21. aðalfundur Skáksambands Islands sátu
13 fulltróar frá hinum ýmsu félögum innan
skáksambandsins. I stjórn sambandsins fyrir
árið 1947 voru kjörnir þessir menn: formaður
Árni Snævarr, verkfræðingur, gjaldkeri Að-
alsteinn Halldórsson, tollþjónn, ritari Jón Þor-
steinsson, cand jur., meðstjórnendur þeir Guð-
mundur Arnlaugsson, menntaskólakennari og
Sigurður T. Sigurðsson frá Hafnarfirði.
Á fundi þessum voru samþykkt allvíðtæk
lög og lagabreytingar. Verða þau væntanlega
birt hér í blaðinu innan skamms til athug-
unar fyrir taflfélög á hinum ýmsu stöðum
landsins.
Merkasta lagabreytingin mun vera sú, að
framvegis fellur niður einvígið um skák-
meistaratitil íslands, en íslandsmeistari verð-
ur efsti maður í landsliðskeppni ár hvert.
Keppnin í því fer venjulega fram í febrúar
ár hvert, en að þessu sinni mun hún hins-
vegar vart fara fram fyrr en í marzmánuði.
Stafar það af hinni fyrirhuguðu ltomu stór-
meistarans Yanofskys hingað til lands. Á
fundinum gekk 10. félagið í sambandið, en
það var taflfélag Menntaskólans í Reykjavík,
og er það fyrsta taflfélag í skólum landsins,
sem gerizt aðili í Skáksam'bandi íslands. I
sambandinu eru nú 400 meðlimir.
6 SKÁK