Skák - 15.01.1947, Blaðsíða 7

Skák - 15.01.1947, Blaðsíða 7
JóSoskókmót'ið í Hastings Glœsileg frammistaða Guðm. S. Guðmundssonar JólaskákmótiS í Hastings á Englandi hófst þann 30. desember og stóð til 8. janúar. Þetta var 22. skákmótið, sem haldið hefur verið í Hastings. Fyrsta skákmótið í Hast- ings fór fram árið 1895 og var það jafnframt fyrsta alþjóðaskákmótið í heiminum, sem haldið hefur verið eftir nútíma fyrirkomu- lagi. Hastings má því telja þann stað, sem mest hefur komið við sögu skáklistarinnar. Þangað hafa Bretar jafnan boðið reyndum skákmönnum til þátttöku. Það hefur ætíð þótt sérstakur heiður hverjum þeim, sem þangað hefur verið boðið. Að þessu sinni var Islendingum boðið að.senda einn þátt- takanda. Guðmundur S. Guðmundsson, skák- meistari Reykjavíkur, varð fyrir því vali að tefla í Hastings fyrir hönd íslands. í Hamborg 1930, Folkestone 1933, Miinchen 1936, Stokkhólmi 1937 og í Buenos Aires 1939. S. 1. sumar tefldi hann í landsliðsflokkn- um á norræna skákmótinu í Kaupmanna- höfn. Asmundur hefur teflt mörg fjöltefli hér í Reykjavík, með mjög góðum árangri. Einn- ig hefur hann farið út á land og teflt þar fjöltefli og kennt skák. ,Skák“ óskar Asmundi til hamingju með titilinn „skákmeistari íslands 1946“. Guðmundur S. Guðmundsson Mótinu lauk með sigri brezka skákmeist- arans C. H. O’D. Alexanders, hlaut hann 714 vinning. England átti nú í fýrsta sinn sigurvegara í mótinu frá því árið 1935. Urslit mótsins urðu þessi: 1. C. H. O’D. Alexander, Engl. 7J4 vinning. 2. Dr. S. Tartakówer, Pólland 6!4 vinning. 3. Guðm. S. Guðmundsson, Isl. 6 vinninga. 4. A. Yanofsky, Kanada 5!4 vinning. 5. G. Abrahams, England 4!4 vinning. 6. H. Golombek, England 4 vinninga. 7. —8. M. Raizman, Frakkland 3 vinninga. 7.—8. Dr. Aitken, Skotland 3 vinninga. 9.—10. G. Wood, England 2/4 vinning. 9.—10. L. Prins, Holland 2!4 vinning. Eins og úrslitin bera með sér varð Guð- mundur S. Guðmundsson, fulltrúi Íslands, þriðji efsti maðurinn á mótinu. Þegar tillit er til þess tekið, hvað Guðmundur átti við sterka skákmenn að etja, mun mega telja frammistöðu hans einhvern þann glæsileg- asta skáksigur, er íslendingur heíur unnið á erlendum vettvangi. Guðmundur S. Guðmundsson er fæddur í SKÁK 3

x

Skák

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.