Skák - 15.01.1947, Blaðsíða 12
Irtnleridar fréfttir
Skákþing Reykjavíkur
fyrir árið 1947 hófst að Þórskaffi við Hverf-
isgötu þann 13. janúar s. 1. I mótinu taka
þátt 58 keppendur, og skiptast þeir í flokka,
sem hér greinir: meistaraflokkur 12, fyrsti
flokkur 10 og annar flokkur 36. Guðmundur
S. Guðmundsson, núverandi Skákmeistari
Reykjavíkur, gat ekki tekið þátt í mótinu,
til þess að verja titilinn, vegna fjarveru sinnar
í Englandi.
Æfingakeppni.
Um þessar mundir fer fram æfingakeppni
í Reykjavík, vegna væntanlegrar korr't hins
endum var skipað í 9 flokka með 6 kepp-
endum í hverjum. Þeim tveim keppendum,
er efstir urðu í hverjum flokki var síðar
skipað í milliflokka og voru þeir þrískiptir.
Þeim 2 keppendum, er efstir urðu í milli-
flokkum var síðar skipað niður í úrslita-
flokk. I úrslitaflokkunum skiptust vinningar
þannig: fyrstur varð Guðmundur Agústsson
með 4 vinninga. 2.—3. Eggert Gilfer og
Jón Þorsteinsson með 2!4 vinning hvor.
4.—6. Baldur Möller,Guðjón M. Sigurðsson
og Guðmundur Pálmason með 2 vinninga
hver.
Guðmundur Agústsson hefur því unnið
titilinn „Hraðskákmeistari Islands 1946“.
Guðmundur vann þennan titil einnig árið
1945.
kanadiska skákmeistara Yanofskys. I keppn-
inni taka þátt þeir: Arni Snævarr, Asmund-
ur Asgeirsson, Baldur Möller og Jón Guð-
mundsson. Islenzkir skákunnendur fagna
því, að hinn snjalli skákmaður Jón Guð-
mundsson skuli nú aftur hafa byrjað að
tefla, en hann hefur ekki komið opinberlega
fram í íslenzku skáklífi um sjö ára skeið.
Fjörugt skáklíf í Menntaskólanum í
Reykjavík.
Nú í vetur hefur verið mjög mikill áhugi
í skáklífi Menntaskólans í Reykjavík. I skól-
anum er starfrækt fjölmennt taflfélag. A
skákþingi Reykjavíkur, sem nú stendur yfir
tefla tólf meðlimir þess. Taflfélag skólans
hefur fengið þekkta skákmenn, til þess að tefla
fjöltefli í skólanum, og hafa úrslit þeirra
orðið þessi: Magnús G. Jónsson fékk 8 vinn-
inga á móti 7. Guðmundur Arnlaugsson fékk
12 vinninga á móti 5. Baldur Möller fékk
25!4 vinning á móti 5!4. Guðmundur Pálma-
son fékk 11 vinninga á móti 1. Arni Snævarr
fékk 1814 vinning á móti 6!4- Guðmundur
Agústsson fékk 23!4 vinning á móti 9!4-
Skákþing Hafnarfjarðar
hefst þann 20. febrúar n. k. I Taflfélagi
Hafnfirðinga eru nú um 60 meðlimir. For-
maður félagsins er Sigurgeir Gísalson. Skák-
meistari Hafnarfjarðar 1946 varð Jón Ágústs-
son.
Skákþing Norðlendinga
hefst á Akureyri þann 6. febrúar n. k.
Skákmeistari Norðlendinga 1946 varð Guð-
mundur Arnlaugsson.
Skákþingi Keflavíkur
er nýlokið og varð Hjálmar Theódórsson
skákmeistari Keflavikur. I skákfélagi Kefla-
víkur er nú fjörugt skáklíf. I félaginu eru
8 SKÁK