Skák - 15.01.1947, Blaðsíða 11
A. Yonofsky
væntonlegur fii ísiancis
A. Yanofsky, hinn kunni kanadiski skák-
meistari er væntanlegur til Reykjavíkur um
21. febniar n. k. Hann kemur hingað á
vegum Skáksambands Islands. 1 ráði er, að
hann tefli hér fjöltefli í Reykjavík og ná-
grenni. Einnig mun hann tefla á skákmóti
í Reykjavík, sem í taka þátt, auk hans, þeir:
Asmundur Asgeirsson, núverandi skákmeist-
ari Islands, Arni Snævarr, landsliðsmaður
nr. 4, Baldur Möller, fyrrverandi skákmeist-
ari Islands, Guðmundur Agústsson, annar
sigurvegarinn í síðustu landsliðskeppni og
Guðmundur S. Guðmundsson, skákmeistari
Reykjavíkur.
A. Yanofsky er aðeins tuttugu og þriggja
ára gamall og hefur getið sér mikinn orð-
stý sem skákmaður. A alþjóðaskákmótinu í
Buenos Aires 1939 vakti hann þegar á sér
mikla athygli, þá aðeins 15 ára gamall. Þar
tefldi hann á öðru borði fyrir land sitt
Kanada, með mjög góðum árangri.
1 sumar tefldi hann á stórmeistaramótinu
í Groningen. Þar hlaut hann 8/2 vinning af
19 vinningum mögulegum. Sérstaka athygli
vakti þar sigur hans á móti skáksnillingnum
M. Botvinnik. Fyrir þá skák hlaut hann
þriðju fegurðaverðlaun.
Síðar tefldi A. Yanofsky á skákþingi er háð
var í Barcelona á Spáni. Sigurvegari í því
móti varð stórmeistarinn M. Najdorf. A.
Yanofsky varð annar í röðinni af fjórtán þátt-
takendum.
Abe Yanoisby
■ f | H '
A. Yanofsky hefur teflt fjöltefli í mörgúm
löndum Evrópu, með góðum árangri.
A hinu nýafstaðna skákmóti í Hastings
varð hann í fjórða sæti.
Því er vel farið, þegar erlendir skáksnill-
ingar heimsækja Island, því að ávallt örva
þeir skáklíf vort og mikið má af þeim læra.
Það var vel ráðið af stjórn Skáksambands
Islands, er hún beitti sér fyrir því, að A.
Yanofsky kæmi hingað til landsins. Fyrir það
kunnum vér stjórninni hinar beztu þakkir.
Hraðskákmót ísíancfs
Hraðskákmót Islands fyrir árið 1946 var
háð þann 16. desember að Þórskaffi í Reykja-
vík.
I mótinu tóku þátt 54 keppendur frá eftir-
greindum stöðum: Akranesi, Borgarnesi,
Gerðum í Garði, Keflavík, Kjalarnesi, Stohks-
eyri, Hafnarfirði og Reykjavík.
Sú tilhögun var á móti þessu, að þátttak-
SKÁK 7