Bautasteinn - 01.05.2018, Qupperneq 8
8
Bálfararfélag Íslands stofnað
Þegar leið og beið ákváðu þeir Claessen og Björnsson að
taka málin í sínar hendur til að þrýsta á við stjórnvöld að
koma baráttumáli sínu í höfn. Þeir voru ekki einir um
þetta en hittust ásamt nokkrum framámönnum bæjarins
á Hótel Borg 26. janúar 1934 til skrafs og ráðagerða um
stofnun sérstaks félags er skyldi koma málum áleiðis.
Bálfararfélag Íslands var svo stofnað 6. febrúar sama ár af
52 áhugamönnum um þessi efni. Í stjórn voru kosnir
Gunnlaugur Claessen læknir, Benedikt Gröndal verk-
fræðingur, Ágúst Jósefsson heilbrigðisfulltrúi, Björn
Ólafsson stórkaupmaður og Gunnar Einarsson prent-
smiðjustjóri. Til marks um áhuga almennings á málinu
strax í upphafi má geta þess að félagsmenn voru orðnir
530 talsins aðeins fjórum árum síðar.
Af fundargerðum Bálfararfélags Íslands má ráða að menn
höfðu háar hugmyndir um hlutverk og mikilvægi hins
nýstofnaða félagsskapar í samfélaginu. Lög félagsins voru
samin af Sveini Björnssyni lögfræðingi og þáverandi
sendiherra í Danmörku. Meðal markmiða félagsins var að
útbreiða þekkingu um líkbrennslumál og að vinna að því
að koma upp bálstofum í landinu. Í lögunum segir m.a. að
almenningur skuli eiga „kost á bálförum, mun ódýrari en
nú tíðkist við jarðarfarir“. Þá er eitt baráttumála félagsins
„að koma upp tryggingadeild þar sem félagsmenn gegn
iðgjöldum geti tryggt sér greiðslu bálfararkostnaðar, að
þeim látnum“.
Stjórn hins nýja félags ákvað strax á 2. fundi að birta
ávarp í dagblöðum til að hvetja almenning til að huga að
þessum nýja úfararsið. Í ávarpinu, sem samið var af
forseta félagsins, Gunnlaugi Claessen, segir m.a.: „Orsakir
þess að horfið er frá því að jarðsetja framliðna, er aukinn
skilningur almennings á því, að það er að öllu leyti meiri
ræktarsemi og hreinlæti að eyða líkamsleifum hins látna
á 1-2 klst. í líkofni, heldur en að leggja það til rotnunar
árum eða áratugum saman í dimmri gröf. Erlendis reynast
líka bálfarir miklu ódýrari en jarðarfarir og starfrækja
bæjarfélögin víða bálstofur, en reyna að komast hjá
kostnaði við aukningu og viðhald grafreita.“
Það er ljóst að í kynningu á félaginu leggja menn allmikla
áherslu á að bálfarir séu ódýrari kostur en hefðbundnar
jarðarfarir. Í Nýja dagblaðinu í febrúar 1934 segir
Claessen í viðtali að sumarið áður hafi lík verið flutt frá
Reykjavík til Kaupmannahafnar til brennslu „og hefði
allur kostnaður orðið 570 krónur, þrátt fyrir það að 150 kr.
voru borgaðar undir kistuna héðan til Kaupmannahafnar.
En útför hér í bænum er dýrari en þetta.“
„Brenndir fyrir lítið verð“
„Fyrir skömmu var stofnað hjer í bæ svonefnt Bálfarar-
félag (sbr. Framfarafjelag og Hamfarafjelag) og mun gert
aðallega fyrir þá, sem ekki hafa brennt sig nægilega á
útgerðafjelögum og öðrum slíkum. Tilgangur fjelagsins er,
að snúa jarðneskum leifum meðlima sinna í reyk og ösku,
og eru því allir svíðingar sjálfsagðir meðlimir. Tilgangi
sínum hyggst fjelagið ná með því að stofna brunastöð
suður á Melum og verða menn þar brenndir fyrir lítið
verð.“
Þessi klausa úr Speglinum frá árinu 1934 er dæmi um þá
umræðu sem fór fram í blöðum bæjarins þegar áform
Bálfararfélagsins spurðust út og voru forystumenn
félagsins víða hafðir að háði og spotti. Var óspart grín gert
að Gunnlaugi Claessen og hans mönnum en harðvítug
stjórnmálabarátta þess tíma setti einnig svip á umræðuna.
Einn harðasti andstæðingur Bálfararfélagsins var
Sigurjón Pjetursson á Álafossi, einn litríkasti maðurinn í
þjóðmálaumræðu þess tíma. Hann sá alla annmaka á
þessum nýja sið og taldi ljóst að reisa yrði frystihús við
hlið fyrirhugaðrar bálstofu til að geyma líkin í áður en
bálför gæri farið fram! Af þessu tilefni var ort kvæði er
birtist í Speglinum. Eitt erindið er svona:
Í öllum frama- og frystimálum
fylgi ég alveg Sigurjóni.
Bálstofurnar banna vil ég;
bálfarirnar valda tjóni.
Það, að kveikja í köldum geislum,
kann ei stýra lukku góðri,
að kasta svona í eld og ösku
indælasta sálarfóðri.
Áform á Klambratúni
Stjórn Bálfararfélagsins tók fljótlega þá stefnu að í stað
þess að bíða eftir því að stjórnvöld kæmu bálstofu á fót
væri skynsamlegast að félagið sjálft myndi ráðast í það
verkefni með fjárhagslegum tilstyrk bæjarsjóðs Reykja-
víkur og fleiri aðila. Sumarið 1935 var sótt um lóð til
Reykjavíkurbæjar undir bálstofu í austanverðu Skóla-
vörðuholti, á milli Egilsgötu og Eiríksgötu, niður að
Barónsstíg. Tóku bæjaryfirvöld vel í þá hugmynd. Á
næstu mánuðum kom í ljós að þrátt fyrir jákvæð viðbrögð
bæjarstjórnarmanna í upphafi þótti sú lóð miður heppileg
en forvígismönnum félagsins aftur bent á Sunnuhvolstún,
sem var erfðafestuland og í skipulagi nefnt Norðurmýrar-
Dr. med. Gunnlaugur
Claessen var virtur
vísindamaður og
brautryðjandi í
röntgenlækningum
hér á landi.