Bautasteinn - 01.05.2018, Page 12
12
Þegar við hjónin fluttumst hingað vestur haustið
1978 verður að segja eins og er að Reykholtsstaður
var kominn í allmikla niðurníðslu. Hér var vissulega
þróttur í allri starfsemi en húsakynni voru orðin léleg og
sérstaklega gamla kirkjan mjög illa farin. Þá var kirkju-
garðurinn sjálfur að hverfa niður í svörðinn og löngu
kominn tími á úrbætur og stækkun hans. Sumarið 1979
sló ég garðinn með orfi og ljá enda útilokað að koma
sláttutækjum að og þau heyskaparverk voru mér erfið,
m.a. vegna húsapuntsins sem hafði yfirtekið allt svæðið.
Það var því kominn tími á úrbætur svo um munaði.“
Svo segir séra Geir Waage sóknarprestur í Reykholti frá
þegar við hittum hann í Reykholti á vordögum. Geir hefur
verið sóknarprestur í Reykholti samfleytt í 40 ár en á
þeim tíma hefur grettistaki verið lyft í uppbyggingu
staðarins. Á þessu tímabili ber auðvitað hæst byggingu
nýrrar Reykholtskirkju og Snorrastofu en einnig hefur
verið ráðist í gríðarlegt skógræktarátak og umhverfis-
bætur af ýmsu tagi en þar hefur hann sjálfur lagt gjörva
hönd að verki. Séra Geir segir okkur nú frá helstu
endubótum á kirkjugarðinum í Reykholti á hans tíð.
Torf og timbur í fyrstu
Í heimildum er þess getið að kirkjugarður við Reykholts-
kirkju hafi verið afmarkaður á árinu 1895 með torf-
veggjum utan vesturhliðarinnar sem var úr timbri. Árið
1910 var gerður steyptur veggur á þessari hlið en hann
tók fljótlega að skemmast og reglulega kvartað yfir
honum í vísitasíum. Sá veggur var þó ekki leystur af
hólmi fyrr en langt var liðið á öldina.
„Þegar ég kom á staðinn var steinveggur þessi orðinn afar
óásjálegur og lét ég rífa hann og setja niður trégerði á
steypta staura til bráðabirgða. Suðurhluti garðsins hafði
skömmu áður verið sléttaður en sumarið 1982 tókum við
svo til við að slétta norðurhlutann og stækka garðinn
fáeina metra til norðurs. Var það verk allt unnið á
höndum. Í þetta réðst ég ásamt þremur fermingardrengj-
um. Ég man að þeir spurðu fyrsta morguninn: „Hvar eru
tækin?“ en um slíkt var ekki að tefla enda fengu þeir í
hendur rekur og torfhleðsluspaða og annað ekki! Sú hefð
hefur raunar skapast síðan að við höfum ráðið hingað til
verka unglinga sumarið eftir fermingu og hafa þeir hirt
garðinn afar vel svo að sómi er að. Allar framkvæmdir við
endurbætur í garðinum hafa raunar verið unnar með
góðri hjálp sveitunga og hafa þeir ávallt verið boðnir og
búnir að láta í té efni, tæki og ómældar vinnustundir
þegar eftir hefur verið leitað.“
Í kringum 1990 var ráðist í gerð nýrra bílastæða og kirkju-
garðurinn stækkaður frekar til norðurs með grjóthleðslu
Steinhleðslur umhverfis kirkjugarðinn í Reykholti
Staðarprýði
á menningarsetri
Rætt við séra Geir Waage í Reykholti um endurgerð Reykholtskirkjugarðs
Séra Geir Waage við Sturlungareit í Reykholtskirkjugarði.
„Allar framkvæmdir í garðinum hafa verið unnar með
góðri hjálp sveitunga og þeir ávallt verið boðnir og búnir
að láta í té efni, tæki og ómældar vinnustundir þegar eftir
hefur verið leitað.“