Bautasteinn - 01.05.2018, Page 15
15
Bjarni Guðráðsson í Nesi í Reykholtsdal hefur komið
að fjölmörgu er varðar Reykholtskirkju en hann var
m.a. organisti og söngstjóri við kirkjuna í 35 ár og
formaður byggingarnefndar hinnar nýju kirkju. Hin síðari
árin hefur hann komið að ýmsum verklegum fram-
kvæmdum í kirkjugarðinum, m.a. garðhleðslu og
grafartöku.
„Já, ég hóf að vinna að skráningunni um 1980. Til eru
handrit Gunnlaugs Einarssonr frá Reykholti sem vann að
mælingum og skráningu í garðinum á árunum fyrir 1930.
Á fjórða áratug síðustu aldar vann Bjarni Árnason frá
Brennistöðum ítarlegan uppdrátt sem til er í handriti.
Kristján Benediktsson í Víðigerði uppfærði hann í
upphafi 7. áratugarins. Þá kom Haraldur Árnason
ráðunautur að uppfærslu á uppdrættinum en því verki
var ekki lokið. Fyrir nokkrum misserum voru minningar-
mörk í garðinum skráð með GPS mælitækjum á vegum
umsjónarmanns kirkjugarða, Guðmundar Rafns Sigurðs-
sonar sem áður veitti ráðgjöf og gerði uppdrátt af
skipulagi garðsins og tengsl hans við nýju kirkjuna.“
Að sögn Bjarna liggur nú fyrir skrá í handriti yfir nöfn
þeirra sem jarðsettir hafa verið í Reykholtskirkjugarði frá
því um 1890 og auk þess eru skráðir nokkrir eldri
legstaðir þekktir. Hann hefur séð um skráningu og
staðsetningu legstaða í garðinum frá árinu 1979.
„Þegar ég var formaður sóknarnefndar Reykholtskirkju
árið 1967 skrifaði ég skrána upp eftir handritunum. Í ljós
kom að garðsskráin var gloppótt og ekki höfðu ratað í
hana upplýsingar um alla þá einstaklinga sem kirkju-
bækur sögðu jarðsetta í Reykholtskirkjugarði á liðinni
öld. Til þess að skráning fæðingar- og dánardægra yrði
sem réttust bar ég saman upplýsingar úr kirkjubókum,
þjóðskrá og áletranir á legsteinum. Þá þurfti að ræða við
aðstandendur ef einhvert misræmi kom fram. Markmiðið
var að skráin yrði sem réttust heimild um nöfn þeirra
einstaklinga sem jarðsettir hafa verið í garðinum frá því
um 1890 en staðsetning nokkurra legstaða þeirra í
garðinum er óþekkt,“ segir Bjarni enn fremur.
Bjarni segir að dálítil vinna sé eftir við að samræma
nokkur atriði sem enn séu óljós. „Þá geri ég ráð fyrir að
skráin ásamt uppdrætti verði aðgengileg og haldið við í
Reykholtskirkju og hjá skráningu kirkjugarða landsins.“
Markmiðið að skrá þetta
eftir réttum heimildum
segir Bjarni Guðráðsson sem hefur unnið að skráningu legstaða í Reykholti
Bjarni Guðráðsson í Nesi í Reykholtsdal hefur tekið saman skrá með nöfnum þeirra sem hlotið hafa legstað í Reykholts-
kirkjugarði frá því um 1890.