Bautasteinn - 01.05.2018, Side 23
23
finnst mér líka að garðarnir geti verið prófsteinar á það
hvernig við rækjum skyldur okkar gagnvart forfeðrunum
og hvort við sýnum minningu þeirra tilhlýðilegan sóma.
Því miður er víða að finna kirkjugarða á Íslandi sem eru
til háborinnar skammar og bera þess vitni að þeir sem þar
hvíla eru núlifandi fólki gleymdir og grafnir í orðsins
fyllstu merkingu. Vissulega hefur margt áunnist í þessum
efnum á síðustu áratugum en þegar ég fór að gefa þessum
málum gaum sem ungur maður ofbauð mér satt að segja.
Og Bíldudalskirkjugarðurinn var þar engin undantekn-
ing.“
Með hjálp frá Ingivaldi
Jón Kr. segist hafa unnið sleitulaust um kvöld og helgar
við endurgerð Bíldudalskirkjugarðs sumrin 1968 og 1969.
„Eins og ég segi var garðurinn í hörmulegu ástandi,
fjölmög minningarmörk horfin eða nánast ónýt og þess
vegna þurfti að merkja mörg leiði upp á nýtt. Við það verk
naut ég ómetanlegrar vinnu fyrrum kirkjugarðsvarðar,
Ingivaldar Nikulássonar sem var ráðinn sem umsjónar-
maður garðsins á Bíldudal 7. janúar 1926, daginn sem
hann var vígður. Ingivaldur þessi var grúskari í eðli sínu
og hann hófst strax handa við að teikna garðinn upp og
merkti öll leiði samviskusamlega. Það gerði hann öll árin
sem hans naut við en hann lést 1951. Þessar upplýsingar
gat ég nýtt mér þegar ég fór á stúfana áratugum síðar.
Þetta menningarstarf Ingivaldar reyndist ómetanlegt.“
„Eftir að verkinu við endurgerð garðsins á Bíldudal lauk,
kom ég öllum uppdráttum Ingivalds, svo og þeim sem ég
vann í samvinnu við Valdemar B. Ottósson, til Aðalsteins
Steindórssonar sem þá var umsjónarmaður kirkjugarða
landsins. Hann kom svo hingað vestur og leyst svo vel á
dagsverkið að hann spurði mig hvort ég hefði ekki áhuga
á að vinna við fleiri garða. Það varð úr og næsta verkefni
var kirkjugarðurinn í Flatey á Breiðafirði en þar var ég
með flokk manna árið 1989. Sá garður var, eins og svo
margir aðrir í sveitum landsins á þessum tíma, ein
ruslahrúga eins og ég kýs að kalla það. Á næstu árum tók
ég að mér endurgerð nokkurra garða á Vestfjörðum, m.a.
kirkjugarðanna í Gufudal, Garpsdal og á Reykhólum. Þá
réðst ég í endurgerð garðsins í Hjarðarholti í Dölum en
það var mjög erfitt verk og seinlegt. Ég veit ekki hvort ég
gleymi einhverjum en eftir Dalina vann ég við kirkju-
garðinn á Hrafnseyri við Arnarfjörð, því næst Holt í
Önundarfirði og síðast stjórnaði ég verki við garðinn á
Leirá í Borgarfirði.“
Muggur í sérstöku uppáhaldi
Á Bíldudal er að finna minnisvarða um þau hjónin
Ásthildi og Pétur J. Thorsteinson eftir Ríkharð Jónsson en
segja má að þau hjón teljist vera foreldrar staðarins. Eitt
barna þeirra var Muggur listmálari, en honum var einnig
reistur minnisvarði á Bíldudal árið 1981. Og þarna kom
okkar maður einnig að verki.
Getum útvegað gæða sópa í öllum stærðum og gerðum fyrir liðléttinga, hjólaskóflur, dráttarvélar, skotbómulyftara og margt fleira.
Margar útgáfur í boði, með eða án safnkassa og vatnsúðunarkerfis. Flestar gerðir ásuðukróka í boði sem tryggir að sóparnir passa beint á viðkomandi tæki.
BEMA er þýskur framleiðandi af sópum og vetrarbúnaði. Leitið nánari upplýsinga hjá sölumönnum okkar.
ÞÓR F
H
REYKJAVÍK:
Krókháls 16
Sími 568-1500
AKUREYRI:
Baldursnes 8
Sími 568-1555
Vefsíða:
www.thor.is