Bautasteinn - 01.05.2018, Blaðsíða 25

Bautasteinn - 01.05.2018, Blaðsíða 25
Bíldudalskirkju með það fyrir augum að reisa sem minnisvarða í Otradalskirkjugarði. Eftir að nefndin hafnaði því boði komst Hrafnseyrarnefnd á snoðir um að steinninn gæti verið falur og ákvað síðan að minnast Hrafns Sveinbjarnarsonar, goðorðsmanns og fyrsta læknis á Íslandi með uppsetningu hans og minningarskjaldar í gamla kirkjugarðinum á Hrafnseyri þar sem Hrafn er talinn vera jarðsettur. Tveimur árum síðar, árið 1996, reisti svo Jón Kr. minnis- varða um þau hjónin Auði og Jón Kr. Ísfeld, en hann þjónaði sem prestur á Bíldudal árunum 1944-1961. Þá hafði hann einnig forgöngu um það árið 2004 að reistur var minnisvarði í Flatey á Breiðafirði um Sigvald Kalda- lóns, lækni og tónskáld sem þar þjónaði eitt sinn. „Þessi árátta mín að reisa minnismerki hefur oft verið tengd starfi mínu við kirkjugarðana en fyrst og fremst hef ég haft áhuga á því að tryggja að það ágæta fólk sem þarna hefur átt í hlut gleymist ekki. Mér hefur fundist full ástæða til að halda minningu þess á lofti og hef trú á að þetta brölt mitt geri það um langa framtíð. Því miður hefur oft staðið styr um þessi verk mín þar sem áhuga- leysið og öfundin hefur stundum leiðst hönd í hönd en ég vona þó að fleiri hafi verið ánægðir þegar upp var staðið.“ Við kveðjum stórsöngvarann og menningarfrömuðinn Jón Kr. Ólafsson á Bíldudal. Ingivaldur Nikulásson var ráðinn sem umsjónarmaður kirkjugarðsins á Bíldudal 7. janúar 1926, daginn sem hann var vígður. Menningarstarf hans reyndist ómetanlegt. 25

x

Bautasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bautasteinn
https://timarit.is/publication/2037

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.