Bautasteinn - 01.05.2018, Side 26
26
Bíldudalskirkja er liðlega 111 ára gömul og tilheyrir
Bíldudals- og Tálknafjarðarprestakalli í Vestfjarða-
prófastsdæmi. Bíldudalskirkja hefur verið friðuð
frá 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr.
þjóðminjalaga nr. 88/1989. Tæpum tuttugu árum eftir
vígslu kirkjunnar eða 7. janúar 1926 var Bíldudalskirkju-
garður vígður af sr. Jóni Árnasyni, þáverandi sóknar-
presti.
Kirkjugarðurnn á Bíldudal liggur um 1,5 km frá kirkjunni
sjálfri og í dag er um hann timburgirðing á þrjá vegu.
Norðausturhlið garðsins er hlaðin upp úr grjóti en það var
gert árið 1998 undir stjórn Jóns Júlíusar Elíassonar
skrúðgarðyrkjumeistara. Þar er sáluhlið garðsins,
klukknaport með koparþaki, hannað af Hjörleifi Stefáns-
syni arkitekt og smíðað af Jóni S. Bjarnasyni trésmíða-
meistara á Bíldudal. Leysti það gamla sáluhliðið af hólmi
sem var steypt með krossi yfir hliðboga og kúlur á
steyptum súlum beggja vegna.
Þorpsbúar kröfðust kirkju
Um aldir hafði sóknarkirkja Suðurfjarða staðið í Otradal
og er hennar getið í kirknatali Páls Jónssonar frá 1200.
Þegar íbúum Bíldudals fór fjölgandi um aldamótin 1900
undu margir þorpsbúar því ekki að þurfa að sækja kirkju
inn í Otradal og vildu guðshús í plássið. Lengi stóð í stappi
en eftir að Málfundafélagið Bíldur hafði beitt sér í málinu
og Arnarfjarðarkóngurinn Pétur Thorsteinsson studdi við
verkefnið, fékk kirkjubyggingin loks framgang. Almenn-
ur safnaðarfundur 1903 og héraðsfundur ári síðar
samþykktu áform um nýja kirkju og kirkjuyfirvöld veittu
því blessun sína sama ár. Dýrfirðingurinn Rögnvaldur
Ólafsson var fenginn til að gera teikningar að kirkjunni.
Hafist var handa um byggingu strax árið 1905 og kirkjan
vígð 2. desember ári síðar. Bíldudalskirkja uppkomin mun
hafa kostað tólf þúsund krónur en það var mikið fé í þá
daga.
Hugað að nýjum garði
Í grein í ritinu Kirkjur Íslands skrifar Guðmundur Rafn
Sigurðsson m.a. á þessa leið um tilurð núverandi garðs á
Bíldudal:
„Áður en garðurinn var tekinn í notkun var kirkjugarður
sóknarinnar í Otradal, en þar hafði staðið kirkja og kirkju-
garður um aldir. Otradalur er í um 5 km fjarlægð frá
Bíldudal og í framhaldi af vígslu nýrrar kirkju á Bíldudal í
árslok 1906 kom fljótlega upp spurning um nýjan
kirkjugarð þar. Árið 1904 kemur fram í vísitasíu að
bráðlega þurfi að stækka garðinn í Otradal en ef hentugt
svæði fyrir grafreit finnist í Bíldudal verði söfnuðurinn
látinn skera úr, hvort þar skuli útbúa nýjan grafreit eða
grafreiturinn í Otradal stækkaður. Árið 1916 er afráðið að
stækka grafreitinn í Otradal og í vísitasíu Jóns biskups
Helgasonar árið 1917 stendur að í Otradal sé kirkjugarður
með líkhúsi sem standi til að umbyggja og sé garðurinn í
góðu lagi. Í prófastvísitasíu frá 1928 kemur fram að nýr
grafreitur hafi verið tekinn í notkun á Litlueyri við
Bíldudal og hafi hann verið vígður af hlutaðeigandi
sóknarpresti, séra Jóni Árnasyni þann 7. janúar 1926
þegar jarðsett voru þrjú feðgin frá Nesi á Bíldudal.2 Þau
voru Bjarni Bjarnason, f. 1847, d. 27.12.1925, Sigríður
Bjarnadóttir, f.1869, d. 22.12.1925, og Guðmundur B.
Bjarnason, f. 1870, d. 1.1.1926.“
Kirkja og garður á Bíldudal
Kirkjugarðurinn á Bíldudal. Ljósm. Guðmundur Rafn Sigurðsson.
Bíldudalskirkja er reist á árunum 1905-1906.