Bautasteinn - 01.05.2018, Page 30
30
Steinsmiðja Akureyrar býður yfir 100 gerðir legsteina
og kemur efniviðurinn víða að úr heiminum, m.a. frá
Indlandi, Kína og Ítalíu auk Íslands en íslenska
stuðlab ergið er alltaf vinsælt, þar sem hver steinn hefur
sína ólíku lögun og áferð. Fyrirtækið býður upp á frían
flutning um allt land á legsteinum.
„Áherslur okkar eru ávallt gæði og framúrskarandi
þjónusta og markmiðið að viðskiptavinir okkar séu
fullkomlega ánægðir,“ segir Birnir Vignisson sem ásamt
konu sinni Sunnevu Árnadóttur hefur rekið steinsmiðj-
una frá því í ársbyrjun 2017. Eftir eigendaskiptin flutti
Steinsmiðja Akureyrar fljótlega í nýtt húsnæði í Njarðar-
nesi 4, þar fer öll starfsemin fram og viðskiptavinir geta
valið þar úr fjölbreyttu úrvali hráefnis og mismunandi
hönnun minnisvarða. Þá eru myndir og ítarlegar upp-
lýsingar á vefsíðu fyrirtækisins, minnismerki.is. „Við
hönnum og smíðum minnisvarða úr íslensku grjóti og
einnig úr innfluttu graníti en sú steintegund er sú
harðasta sem til er og endist í mannsaldra. Við hugsum
einnig um gæði þegar kemur að aukahlutum, eins og
lugtum, vösum og fuglum, við viljum að þetta endist vel
með steininum,“ segir Birnir enn fremur.
Frír flutningur legsteina um allt land
„Þegar kemur að legsteinum skipta gæði auðvitað
höfuðmáli, þeim er ætlað að standa lengi og þola veður
og vinda til lengri tíma. Það er því mikilvægt að vanda
valið. Legsteinn er persónulegur minnisvarði og við
smíðum eftir þeim hugmyndum eða tillögum sem okkar
viðskiptavinir koma með. Þar er persónuleg þjónusta í
fyrirrúmi,“ segir Birnir.
Steinsmiðja Akureyrar býður þá þjónustu á Norðurlandi
og á höfuðborgarsvæðinu að setja legsteina upp í
kirkjugörðum og sjá um allan frágang í kringum það. Frír
flutningur er á legsteinum um allt land.
minnismerki.is
Askalind 4
Kópavogur
Sími 564 1864
vetrarsol@vetrarsol.is
EINSTÖK
SLÁTTUVÉL
FYRIR
KIRKJUGARÐA
Stiga Twinclip 50
SB lúxus sláttuvél
B&S mótor, 625E sería
Tvískiptur hnífur saxar
grasið X-smátt
Graskassinn losaður m/
einni hendi, 70 lítrar
Þvottastútur til þrifa á
hlemm vélar
Nýjung!
Steinsmiðja Akureyrar
Gæði og persónuleg þjónusta
Hjónin Sunneva Árnadóttir og Birnir Reyr Vignisson eiga
og reka Steinsmiðju Akureyrar. Þau bjóða fjölbreytt úrval
legsteina og fylgihluta ásamt ýmsum öðrum varningi úr
mismunandi steintegundum.